Stuðlaberg - 01.04.2022, Side 26

Stuðlaberg - 01.04.2022, Side 26
26 STUÐLABERG 1/2022 Og þessi varð til við annað sambærilegt tækifæri: Á mig yrði lítið lagt og létt að vaka meira ef ég gæti eitthvað sagt er aðrir vildu heyra. Karl og Þórhalla voru vinamörg og gestrisin og þrátt fyrir að margt væri í heimili skutu þau oft skjólshúsi yfir illa statt fólk sem vantaði húsaskjól um tíma. Þau voru samrýmd hjón þrátt fyrir að vera að mörgu leyti ólík. Hann var mikill morgunmaður og jafnan kominn fyrstur á fætur og jafnvel búinn að ríða út áður en aðrir fjölskyldumeðlimir fóru á fætur. Einn sólbjartan dag, þegar Þórhalla hafði sofið örlítið lengur, vakti Kalli hana með þessum orðum: Sögu þér ég segja kann sem þú kannski nýtur: Sólin blindar sjaldan þann er sefur fast og hrýtur. Þau hjónin voru bæði pólitískt þenkjandi og stjórnmál voru mikið rædd á heimilinu. Karl starfaði með Alþýðubandalaginu og var alltaf vinstri sinnaður. Hann sagði þó við börn sín að það væri nauðsynlegt að hlusta á allar hliðar mála og mynda sér skoðun að því loknu því pólitík mætti aldrei verða trúarbrögð. Enda spanna pólitískar skoðanir barna hans allt litrófið. Eftir kosningar árið 1986 hafði Kalli á orði: Fáum hlotnast framinn, flestir týnast þeir. Margur lurkum laminn líkt og skepnan deyr. Síðustu ár Karls glímdi hann við heilsu­ leysi, hann datt af hestbaki, braut á sér öxl og í kjölfarið uppgötvaðist sykursýki sem hafði mikil áhrif á heilsu hans. Honum þótti að vonum ekki gott að geta ekki sinnt búinu líkt og hann hafði gert og komu eftirfarandi vísur við þrjú mismunandi tækifæri: Hangir leiður hestur minn, hnakkur og beisli fúna af því gigtarandskotinn á mér hamast núna. Væri ei Gvendur verka fús og vildi reynast betri mundi ég tæpast hest í hús hafa á þessum vetri. Að liggja hér er ljóta straffið, líklegast mundi bæta það, ef ég fengi út í kaffið eitthvað sem að bragð væri að. Karl var alla tíð starfsamur og féll aldrei verk úr hendi, hann vann meira en flestir og honum fannst aumt að liggja verklaus. Síðustu orð hans við yngsta son sinn voru því í hans anda þegar hann sagði: „Jæja, það er best að hafa sig inn í bæli og fara að drepast!“ Fimmtán mínútum síðar var saga hans öll. Þetta var 6. júní 1991. RIA. Heimild: Guðmundur Karlsson frá Litla­Garði. Höfundur fundinn Til er limra sem hljóðar þannig: Í upphafi allt var skapað og ekki að neinu hrapað. Rauða hafið er rautt og það dauða dautt en ennþá veit enginn hver drap það. Þessi limra hefur farið víða, verið lesin í útvarpi, birst í blöðum og safnritum og alltaf sögð eftir ókunnan höfund. En nú hefur höfundurinn fundist. Hann heitir Benedikt Axelsson, fyrrum kennari og skólastjóri. „Þessi limra hefur frá upphafi verið eftir mig og er það enn,“ sagði hann léttur í bragði þegar hann var inntur eftir því. Og þá vitum við það. RIA.

x

Stuðlaberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.