Stuðlaberg - 01.04.2022, Síða 20

Stuðlaberg - 01.04.2022, Síða 20
20 STUÐLABERG 1/2022 Unnendur vísna og kvæða meta þau einkum út frá því hversu vel eða illa tekst til við að sníða meinta hugsun inn í fastmótað form sem hægt er að skilja. Ljóð í frjálsu formi verka hins vegar illa á marga, þau eru óregluleg og þótt hvert orð sé skiljanlegt þá getur orð valdið áhyggjum og kvíða vegna þess að aldrei kemur neitt sem rímar við það. Form sem við þekkjum veitir öryggi og það get ég vel skilið en ég á samt frekar erfitt með að skilja fólk sem hengir sig í eina tegund af einhverju, kýs alltaf sama stjórnmálaflokkinn, hrífst bara af einni tegund af skáldskap eða heldur alltaf með sama liðinu. Mér líkar við fjölbreytni. Þú hefur ort ljóð sem kallast á við flokk Jónasar Hallgrímssonar, Annes og eyjar. Viltu segja okkur eitthvað frá þessum ljóðum og hugmyndinni á bak við þau? Ég kalla þennan flokk Eyjar og annes, með undirtitlinum Jónas á tímum loftslags breyt­ inga en hugmynd að flokknum fæddist fyrir nokkrum árum þegar ég las bók um þýska náttúrufræðinginn Alexander von Humboldt sem er stundum sagður vera fyrsti nútíma náttúrufræðingurinn. Það var hann sem áttaði sig á því að náttúrufyrirbæri væru ekki einangruð og án tengsla við umhverfið, heldur væri allt einhvern veginn samofið og jafnvel andrúmsloftið væri hluti af lífrænni heild. Við lestur bókarinnar fór ég að velta því fyrir mér hvernig Jónas hefði ort sín kvæði ef hann hefði haft veður af kenningum Humboldts — og í framhaldinu, hvernig Jónas hefði ort Annes og eyjar nú á tímum loftslagsbreytinga. Þetta er auðvitað fáránlegur þankagangur og það er ekki góður siður að ætla öðru fólki, lifandi eða látnu, sínar eigin skoðanir en í þessu tilviki langaði mig til að vita hvað væri mikið líf í Jónasi og hvort hann gæti veitt mér innblástur líkt og hann gerði að vissu leyti þegar ég var yngri. Þá setti ég saman ljóðaflokk sem ég kallaði Farsælda frón og fór í hringferð um landið. Þetta voru fjórtán ljóð, fjórtán línur hvert og áttu að vera eins konar Limrur eftir Anton Helga Óvæntur koss og eftirleikur Í dinnernum Kata mig kyssti, mér krossbrá og andlitið missti ég niður í gólf en náði um tólf að nudda því á mig og gisti. Lítilsvirt prentvilla öðlast hlutdeild í eilífðinni Þótt lesendum geri ég gramt í geði skal stoltið mér tamt og víst telst ég skaði sem villa í blaði en villa í Mogganum samt. Stundakennari í hagfræði ályktar um úthald og aflabrögð Þeir liðtæku hlutinn sinn hljóta og hlunninda ágætra njóta. Við færið er glatt, hið fornkveðna satt: Þeir fiska sem róa með kvóta. Sumar á landinu bláa Sjá; lúpínan blánar við brún því bærilegt samband á hún við gróðursins höfund en grænir af öfund hér gerast nú dalir og tún. Hulda mín leysir af sem birgðastjóri hjá Kaupfélagi Patreksfjarðar Að hagræða hlutum er brýnt; ég hef á þeim skipulag fínt. Á lagernum tóma er lífið til sóma og leitun að því sem er týnt. Blendin fagnaðarlæti Þegar ég rímurnar rappaði með rytmanum salurinn stappaði og barfólkið kátt það blístraði hátt en bara sá einhenti klappaði.

x

Stuðlaberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.