Stuðlaberg - 01.04.2022, Síða 10
10 STUÐLABERG 1/2022
Indriði Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfönn,
svarar þessu svona:
Ömurleg er iðja sú
sem orðin mun að vana.
Þjóðin færir fórnir nú
fyrir sægreifana.
Ingólfur Ómar Ármannsson yrkir hring
hent:
Auðvaldsbófar gefa ei grið,
glæfra þróa siði.
Mjög því óar mörgum við
Mammonsþjófaliði.
Ritstjóri Fréttablaðsins, Sigmundur Ernir
Rúnarsson, á tvær þær síðustu:
Þjóðin fékk og þjóðin á
þjóðarauðlind væna,
en aurapúkar út við sjá
áfram henni ræna.
Þreytuleg er þjóðarsál,
það má fráleitt efa,
í hnipri segir, sjálfsagt mál;
sælla er að gefa.
Hagyrðingar fá bestu þakkir fyrir skjót
viðbrögð og góðar vísur. RIA.
Fjalls úr kima froðugrár
Innst í Botnsdal fellur fossinn Glymur
fram af suðurbrún Botnsheiðar. Hann er
ekki vatnsmikill, en er talinn hæsti foss á
landinu (198 m). Gljúfrið, sem hann fellur
í, er ógur legt og hafa ekki allir kjark til
þess að hætta sér fram á brún, svo að þeir
eru fleiri sem hafa heyrt hann en séð. En
fossinum liggur hátt rómur og heyrist til
hans víðs vegar. Þó verður að gera ráð fyrir
því að þeir hafi séð hann sem ortu um hann
stökurnar:
Við þann himinháa Glym,
hver sem skimar lengi,
fær í limi sundl og svim
sem á Rimum héngi.
Sigvaldi Jónsson.
Glymur háum gljúfrum frá
girtur bláum klettum,
þeytir lágar eyrar á
iðu gráum skvettum.
Pétur Beinteinsson.
Straumaglammið stansar hvergi,
stælt af rammaseið,
Glymur fram af bröttu bergi
beina þrammar leið.
Glymur snjall af Gínars hjall
Gríðar skall um hörginn,
kallið gall í klettastall,
krafturinn small við björgin.
Einar Sigurðsson í Botni.
Botns af háu brúnum fláu breytinn þrymur,
vatn í bláu fleytir fimur
fossinn sá, er heitir Glymur.
Sigurður Helgason á Fitjum.
Fjalls úr kima froðugrár
felldi þunga strauma
fossinn Glymur, furðu hár,
fram í gilið nauma.
Sveinbjörn Beinteinsson.
Tíminn Sunnudagsblað, 20. júní 1964.
A
nd
re
as
T
ill
e.