Stuðlaberg - 01.04.2022, Blaðsíða 16

Stuðlaberg - 01.04.2022, Blaðsíða 16
16 STUÐLABERG 1/2022 Barnaútgáfa af dróttkveðu Rætt við Gunnar Straumland Gunnar Straumland er fæddur og uppalinn á Húsavík, af þingeyskum og breiðfirskum ættum. Myndlistarmaður að mennt og lífs­ starfi, auk þess að hafa lært til kennaraprófs og réttinda til kennslu í grunnskólum og framhaldsskólum. Meðfram kennslustörfum, í tæpa tvo áratugi, hefur hann unnið að myndlist og sett upp sýningar á verkum sínum. Fyrir tveimur árum gaf bókaútgáfan Sæmundur út bókina Höfuðstaf með kveðskap Gunnars og málverkum. Gunnar var fyrst spurður að því hvenær hann hefði byrjað að fást við bragfræði­ kennslu í grunnskólum: Allan minn kennsluferil, í tæpa tvo áratugi, hef ég lagt á það áherslu í íslenskukennslu minni að nemendur kynnist grunnreglum bragfræðinnar — ljóðstafahrynjandi sérstak­ lega. Undanfarinn áratug hef ég skipulega komið því þannig fyrir að allir nemendur mínir hafi kynnst þessum grunnatriðum. Ég hef lengstum verið umsjónarkennari á miðstigi, kennt 10–13 ára börnum, og gert mér far um að vekja áhuga þeirra á að nota tungumálið á skapandi hátt. Hvað kom til að þú fórst að kenna nemendum þínum vísnagerð og bragfræði? Ég er sannfærður um gildi þess að börnin kynnist vel háttbundnum kveðskap. Þegar ég fór að prófa að sýna þeim og kenna grunnatriði bragfræðinnar komst ég að því, mér til mikillar ánægju, að allflestir nem­ endur sýndu bragfræðikennslunni áhuga og höfðu greinilega margir gaman af. Auðvitað misjafnlega, eins og gengur, en það hvatti mig til þess að halda ótrauður áfram. Eins og áður hefur komið fram hef ég lengstum haft umsjónarkennslu á minni könnu og kennt flestar námsgreinar. Einnig hef ég tekið að mér myndmenntakennslu. Ég kynnti fyrir skólastjórnendum í skólanum mínum, Varmárskóla í Mosfellsbæ, hug­ myndir mínar um listgreinaáfangann ,,Orð og mynd“, þar sem áherslan yrði á skapandi vinnu í skrifum og myndgerð. Það var mjög vel tekið í það og þennan áfanga hef ég haft í gangi í vetur fyrir 2.–6. bekk. Með yngri börnunum hef ég lesið kvæði, t.d. eftir Þórarin Eldjárn. Þau hafa myndlýst og skrifað texta, innblásinn af myndunum. Ég hef, hins vegar, unnið skipulega að bragfræðinni með eldri krökkunum, 5. og 6. bekk. Auk þess að lesa ljóð og greina innihald, ljóðstafi og rím, hafa nemendur alltaf myndgert kvæðin líka. Gunnar Straumland og Tígri.

x

Stuðlaberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.