Stuðlaberg - 01.04.2022, Side 5

Stuðlaberg - 01.04.2022, Side 5
STUÐLABERG 1/2022 5 Hún er bara eldur Um ástarljóð Páls Ólafssonar Páll Ólafsson fæddist 8. mars 1827 að Dvergasteini við Seyðisfjörð.* Faðir hans var séra Ólafur Indriðason aðstoðarprestur þar og móðirin Þóra Einarsdóttir, bæði úr Skriðdal. Sjö ára gamall fluttist hann með foreldrum sínum að Kolfreyjustað í Fáskrúðsfirði. Páll fór ekki í skóla, þó að það stæði honum til boða. Hann kvæntist árið 1856 Þórunni Pálsdóttur á Hallfreðarstöðum, ekkju sem var sextán árum eldri en hann. Þau eignuðust ekki börn saman. Síðar fluttu þau að Höfða á Völlum og svo að Eyjólfsstöðum þar sem þau bjuggu um tíma í félagi við Björn Skúlason, sem var mikill vinur Páls. Bergljót, eiginkona Björns, og Þórunn voru bræðradætur. Björn lést árið 1865 og Páll tók þá við embætti hans sem umboðsmaður konungsjarða í Múlasýslum. Páll og Þórunn fluttu svo aftur í Hallfreðarstaði. Páll sat á þingi sem varamaður árin 1867 og 1873, var kjörinn alþingismaður árið 1874 og sat eitt þing en sagði þá af sér þingmennsku. Þórunn lést árið 1880. Síðla sama ár kvænt­ ist Páll Ragnhildi, dóttur Björns Skúlasonar, aldavinar síns. Páll var þá 53 ára en Ragn­ hildur 37 ára. Þau eignuðust fimm börn og af þeim náðu tvö fullorðinsaldri. Páll og Ragnhildur fluttu seinna að Nesi í Loðmundarfirði. Páll var þá farinn að heilsu og árið 1900 brá hann loks búi. Eftir það bjuggu þau nokkur ár á Sléttu og í Öxarfirði í skjóli systkina Ragnhildar uns þau héldu til Reykjavíkur þar sem Páll ætlaði að leita sér lækninga. Þar lést hann á heimili Jóns ritstjóra, bróður síns, á Þorláksmessu 1905. Páll Ólafsson var eitt af ástsælustu skáldum Íslendinga fyrr og síðar og ástarljóð hans eru * Við ritun þessarar greinar var stuðst við inngangs­ orð Þórarins Hjartarsonar í bókinni Eg skal kveða um eina þig /alla mína daga. Ástarljóð Páls Ólafssonar. einsdæmi í mörgum skilningi. Við byrjum á að skoða vísu undir dróttkvæðum hætti: Mjótt er nú þetta mitti, mjúk er á Freyju dúka hönd, það er allt mitt yndi ítra gullskorð að líta. Fögur og ástrík augu unnarbáls hefur sunna. Sinn hefur seima Nanna sefa mér allan gefið. Hér eru sniðhendingar í frumlínum og aðalhendingar í síðlínum, hrynjandin er mjúk og áferðarfalleg eins og Páli einum var lagið, þrjár kveður í hverri línu og í öllum línunum einn þríliður sem gefur vísunni hljómfagurt og seiðandi yfirbragð. Oftast er þríliðurinn Teikning Sigurðar Guðmundssonar málara af Páli Ólafssyni um fertugt.

x

Stuðlaberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.