Stuðlaberg - 01.04.2022, Qupperneq 29

Stuðlaberg - 01.04.2022, Qupperneq 29
STUÐLABERG 1/2022 29 Dæmi: Falla deilur, fest er sættin bragna, engar sakir urðu meir. Allir þessu fagna. (S.B.) — ⌣ — ⌣ — ⌣ — ⌣ — ⌣ — ⌣ — ⌣ — ⌣ — ◌ — ⌣ — ⌣ — ⌣ Nítjándi hátturinn heitir afhent. Vísa undir þeim hætti kallast afhenda (oft kölluð afhending). Lýsing: tvær línur, fyrri línan er sex kveður óstýfðar, í rauninni er hún tvær línur, enda ljóðstafir þrír, tveir stuðlar í fyrstu fjórum kveðunum og annar þeirra í 3. kveðu og svo höfuðstafur í 5. kveðu (sjá þátt IV um braghendu og valhendu), seinni línan er sérstuðluð. Afhenda er eins og braghenda fyrir utan að síðasta línan hefur verið tekin af (líklega er nafnið komið af því). Línurnar ríma saman (rímform er AA) Dæmi: Ennþá hefur okkar bragur aukið gaman, er við bæði sátum saman. (S.B.) — ⌣ — ⌣ — ⌣ — ⌣ — ⌣ — ⌣ — ⌣ — ⌣ — ⌣ — ⌣ Tuttugasti hátturinn heitir stúfhent. Vísa undir þeim hætti kallast stúfhenda. Lýsing: tvær línur, fyrri línan er sex kveður og sú síðasta stýfð, í rauninni er hún tvær línur, enda ljóðstafir þrír, tveir stuðlar í fyrstu fjórum kveðunum og þeirra annar í 3. kveðu og svo höfuðstafur í 5. kveðu (sjá þátt IV um braghendu, valhendu og afhendu), seinni línan er sérstuðluð. Stúfhenda er eins og valhenda fyrir utan að síðasta línan hefur verið tekin af. Línurnar ríma saman (rímform er aa) Dæmi: Foldin gjörvöll grær og syngur gleðióð, ég er sjálfur jarðarljóð. (S.P.) — ⌣ — ⌣ — ⌣ — ⌣ — ⌣ — ⌣ — ⌣ — ⌣ — ⌣ Þessir þættir verða ekki fleiri. Hér hafa verið taldir upp og skýrðir tuttugu algengustu hættirnir. Stuðst er við Bragfræði og háttatal eftir Sveinbjörn Beinteinsson (1953) og teknir fyrir þeir hættir sem hann tekur dæmi af og í sömu röð. Þegar málið er skoðað kemur í ljós að hér eru ekki nýttir allir þeir möguleikar sem gefast miðað við þær kröfur sem reglurnar afmarka. Eftir lengdarmismun og röðun braglína er hægt að skipta háttunum í 17 flokka og með því að breyta endaríminu fæst 91 tilbrigði.* Sem dæmi um háttarafbrigði, sem ekki er hér að finna, má nefna að rímformið AABB er ekki nefnt í dæmunum hér að framan. Þetta væri breiðhenda með runurími og til er ríma undir þeim hætti þó að þetta afbrigði sé ekki hér til umfjöllunar. Sama má segja um rímformið AAAA.** Það sem skilur á milli braghendu og valhendu er ekki annað en það að í braghendu eru endaliðir óstýfðir þar sem þeir eru stýfðir í valhendunni. Frá hinu bragfræðilega sjónarhorni er auðvitað ekkert athugavert við það að hafa lokalið í fyrstu línu braghendu stýfðan en seinni línurnar tvær óstýfðar eða öfugt. Slík afbrigði hafa að sjálfsögðu orðið til meðal hagyrðinga þó að þau hafi ekki fengið nafn sem sérstakir bragarhættir.*** RIA. * Sveinbjörn Beinteinsson 1953, xxx. ** Sveinbjörn Beinteinsson 1953, xxxvii. *** Íslensk bragfræði, RIA 2013, bls. 95–96.

x

Stuðlaberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.