Stuðlaberg - 01.04.2022, Síða 5
STUÐLABERG 1/2022 5
Hún er bara eldur
Um ástarljóð Páls Ólafssonar
Páll Ólafsson fæddist 8. mars 1827 að
Dvergasteini við Seyðisfjörð.* Faðir hans var
séra Ólafur Indriðason aðstoðarprestur þar og
móðirin Þóra Einarsdóttir, bæði úr Skriðdal.
Sjö ára gamall fluttist hann með foreldrum
sínum að Kolfreyjustað í Fáskrúðsfirði.
Páll fór ekki í skóla, þó að það stæði honum
til boða. Hann kvæntist árið 1856 Þórunni
Pálsdóttur á Hallfreðarstöðum, ekkju sem
var sextán árum eldri en hann. Þau eignuðust
ekki börn saman. Síðar fluttu þau að Höfða á
Völlum og svo að Eyjólfsstöðum þar sem þau
bjuggu um tíma í félagi við Björn Skúlason,
sem var mikill vinur Páls. Bergljót, eiginkona
Björns, og Þórunn voru bræðradætur. Björn
lést árið 1865 og Páll tók þá við embætti
hans sem umboðsmaður konungsjarða í
Múlasýslum. Páll og Þórunn fluttu svo aftur í
Hallfreðarstaði.
Páll sat á þingi sem varamaður árin 1867 og
1873, var kjörinn alþingismaður árið 1874 og
sat eitt þing en sagði þá af sér þingmennsku.
Þórunn lést árið 1880. Síðla sama ár kvænt
ist Páll Ragnhildi, dóttur Björns Skúlasonar,
aldavinar síns. Páll var þá 53 ára en Ragn
hildur 37 ára. Þau eignuðust fimm börn og af
þeim náðu tvö fullorðinsaldri.
Páll og Ragnhildur fluttu seinna að Nesi í
Loðmundarfirði. Páll var þá farinn að heilsu
og árið 1900 brá hann loks búi. Eftir það
bjuggu þau nokkur ár á Sléttu og í Öxarfirði
í skjóli systkina Ragnhildar uns þau héldu
til Reykjavíkur þar sem Páll ætlaði að leita
sér lækninga. Þar lést hann á heimili Jóns
ritstjóra, bróður síns, á Þorláksmessu 1905.
Páll Ólafsson var eitt af ástsælustu skáldum
Íslendinga fyrr og síðar og ástarljóð hans eru
* Við ritun þessarar greinar var stuðst við inngangs
orð Þórarins Hjartarsonar í bókinni Eg skal kveða
um eina þig /alla mína daga. Ástarljóð Páls Ólafssonar.
einsdæmi í mörgum skilningi. Við byrjum á
að skoða vísu undir dróttkvæðum hætti:
Mjótt er nú þetta mitti,
mjúk er á Freyju dúka
hönd, það er allt mitt yndi
ítra gullskorð að líta.
Fögur og ástrík augu
unnarbáls hefur sunna.
Sinn hefur seima Nanna
sefa mér allan gefið.
Hér eru sniðhendingar í frumlínum og
aðalhendingar í síðlínum, hrynjandin er mjúk
og áferðarfalleg eins og Páli einum var lagið,
þrjár kveður í hverri línu og í öllum línunum
einn þríliður sem gefur vísunni hljómfagurt
og seiðandi yfirbragð. Oftast er þríliðurinn
Teikning Sigurðar Guðmundssonar málara
af Páli Ólafssyni um fertugt.