SÍBS blaðið - 01.06.2023, Side 21

SÍBS blaðið - 01.06.2023, Side 21
21 2. tbl. 2023 noti pilluna eða aðrar getnaðarvarnir sem innihalda hormón til að hafa áhrif á tíðahringinn og blæðingar í tengslum við æfingar og keppni, og/eða af öðrum ástæðum, sem býr að nokkru leyti til enn aðra mynd. Hér gætum við áfram velt því upp hvernig þetta snýr allt saman um og eftir breytinga- skeiðið þar sem lágur styrkur estrógens verður á endanum viðvarandi ástand, en það nær út fyrir efni þessarar greinar. Rannsóknir hafa borið saman áhrif skilgreindra skeiða eða tímabila tíðahringsins á æfingar. Fjöldi þeirra tímabila sem hafa verið borin saman eru allt frá tveimur upp í sjö, en í flestum tilvikum eru þau þrjú. Þá er gert ráð fyrir að styrkur hormóna yfir tiltekin skeið sé allt að því stöðugur, þ.e. að við blæðingar sé styrkur kynhormóna lágur, seinna á eggbús- skeiðinu eða fyrir egglos sé styrkur estrógens í hámarki og loks komi bæði estrógen og prógesterón toppar um miðbik gulbússkeiðsins. Með slíkri nálgun er hætt við að okkur yfir- sjáist mikilvæg atriði á borð við daglegar og oft tiltölulega hraðar sveiflur, sem og munur milli og innan einstaklinga. Þetta auk annarra þátta getur að hluta skýrt hvers vegna niðurstöðum rannsókna ber ekki saman. Hér þurfum við einkum og sér í lagi að fjölga hágæða-rannsóknum og varast það að setja fram alhæfingar í blindni. Niðurstöður sumra rannsókna benda til þess að seint á gulbússkeiði og snemma á eggbússkeiðinu, þ.e. í aðdraganda og kringum blæðingar, þar sem styrkur bæði estrógens og prógesteróns er í lág- marki geti afkastageta verið takmörkuð í sumum tilfellum og lengri tíma þurfi í endurheimt. Þegar líður á eggbússkeiðið og líður nær egglosi eykst styrkur estrógens sem getur reynst afkastaaukandi, en á móti geta líkur á ákveðnum tegundum meiðsla verið aukin á þeim tíma. Sömuleiðis eru einhverjar vísbendingar um að efnaskipti, til dæmis geta til að geyma og nýta glýkógen (geymsluforði kolvetna) í vöðvum, geti verið lítillega breytileg yfir tíðahringinn. Aðrar rannsóknir benda til annars eða sjá engan mun á þeim breytum sem eru til skoðunar. Vel að merkja hafa íþrótta- konur unnið til afreka, sett met og hvaðeina, ýmist verandi á blæðingum eða annars staðar í tíðahringnum. Eins gætu dagarnir í aðdraganda eggloss verið frábær tími fyrir einstakling A til að taka hraustlega á því í lyftingasalnum nú eða stunda háákefðar-þjálfun meðan einstaklingur B gæti upplifað æfingar hvað erfiðastar á þeim tíma. Þá er gott fyrir einstakling B að vita að það er engin ein rétt leið til að upplifa hvert skeið tíða- hringsins, og að munur milli einstaklinga geti verið verulegur. Stór hluti finnur fyrir einkennum Hvað sem öllu líður er raunin sú að stór hluti kvenna finnur fyrir einhvers konar einkennum tíðahringsins sem getur haft áhrif á æfingar að einu eða öðru leyti. Hver þessi einkenni eru, hvaða áhrif þau hafa og hvenær þau koma helst fram er þó mjög einstaklingsbundið. Það á bæði við um hinn hefð- bundna líkamsræktariðkanda og afreksíþróttir. Praktískt séð er snúið fyrir hinn almenna iðkanda að finna á sér hvar nákvæmlega í tíðahringnum hann er öllum stundum, nema að fylgjast með eða mæla það sérstaklega. Hins vegar getur reynst mjög gagnlegt að fylgjast með eða á slæmri íslensku “tracka“ tíðahringinn, blæðingar og einkenni að einhverju leyti til að læra betur inn á sig. Þar má ýmist nota blað og penna, öpp eða annað og vinna með atriði á borð við æfingaáherslur, næringu, svefn og endurheimt á einstaklingsgrundvelli. Við getum litið á það sem hluta af því að hlusta á líkamann. Skýringarmynd. Tíðahringurinn og breytingar á styrk estrógens, prógesteróns, gulbússtýrihormóns (e. Luteinizing Hormone, LH) og eggbússtýrihormóns (e. Follicle Stimulating Hormone, FSH). Pantone 158 C CMYK: 0/70/195/0 RGB: 243/112/43 Black PANTONE CMYK RGB

x

SÍBS blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.