Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 19.06.2023, Blaðsíða 22

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 19.06.2023, Blaðsíða 22
22 Framkvæmdafréttir nr. 725 3. tbl. 31. árg. Þótt regnið hafi dunið á gestum við opnun nýja Suðurlandsvegarins, braust sólin fram undan skýjunum rétt áður en Sigurður Ingi og Bergþóra fengu skæri í hönd til að klippa á borða í tilefni af þessum merku tímamótum. Bergþóra var afar ánægð að geta opnað veginn á þessum tímapunkti, fjórum mánuðum fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Ég vil þakka ÍAV fyrir einstakt samstarf í þessari framkvæmd. Það er sérlega sætt að geta opnað veginn fyrir sumarið, það munar um minna,“ sagði Bergþóra og benti á að umferðin á þessum vegi hefði stökkbreyst á síðustu tuttugu árum og að með nýjum vegi myndi umferðaröryggi stóraukast. Sigurður Ingi var að sama skapi mjög ánægður með þessi tímamót enda ekur hann Suðurlandsveginn nánast daglega til og frá vinnu. Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, opnuðu formlega nýjan Suðurlandsveg milli Hveragerðis og Selfoss fimmtudaginn 25. maí 2023. Verkið Hringvegur (1), Biskupstungnabraut – Gljúfurholtsá er annar áfangi breikkunar Suðurlandsvegar milli Selfoss og Hveragerðis. ÍAV er aðalverktaki framkvæmdanna sem hófust í apríl 2020. Umferð aukist og slys tíð Breikkun Suðurlandsvegar á þessum kafla var mjög aðkallandi. Umferð hefur aukist jafnt og þétt í gegnum árin. Árið 2000 var árdagsumferð (meðalumferð á dag, yfir árið) 4.970 bílar á sólarhring, árið 2012 var talan komin í 6.462 en þá tók umferðin kipp vegna aukins straums ferðamanna og var komin í 10.342 bíla á sólarhring árið 2019. Næstu tvö ár voru óvenjuleg vegna Covid-19, en í fyrra, árið 2022, var umferðin orðin 10.753 bílar á sólarhring. Suðurlandsvegurinn á þessum kafla hefur verið einn slysamesti vegur landsins. Þó hefur slysatíðni haldist nokkuð stöðug síðustu ár, en var mun hærri á fyrstu árum þessarar aldar. Má líklega þakka það umferðaröryggisaðgerðum eins og hjáreinum við gatnamót og fræsingu hvinranda milli akreina sem vekja ökumenn til vitundar um að þeir séu að aka yfir á rangan vegarhelming. Vonir standa til að alvarlegum slysum fækki enn frekar með tilkomu nýja vegarins. Má þar vísa í reynslu Vegagerðarinnar af aðskilnaði akstursstefna á Hellisheiði. Hún sýnir að þar hafa framanáárekstrar nánast fallið niður eftir að framkvæmdum lauk árið 2015. Framanáárekstrar hafa almennt valdið hvað verstu slysunum á vegum Vegagerðarinnar. Slysatíðnin sem slík á Hellisheiði hefur lítt lækkað sem má rekja til þess að akstur utan í vegrið eru skráð sem slys, og oftast þá án meiðsla. Það sýnir að vegriðin gera sitt gagn og óhætt að fullyrða að einhver ökutæki hefðu annars farið á öfugan vegarhelming með ófyrirséðum afleiðingum. Suðurlandsvegur, formleg opnun, 2 til 3 síður → Sólin glennti sig rétt í þann mund þegar átti að klippa á borðann og lagði þannig blessun sína yfir vel unnið verk. ↘ Tveir höfðingjar tóku þátt í athöfninni. Benz bifreiðin gegndi hlutverki ráðherrabíls að lokinni athöfninni. ↓ Auk breikkunar Suðurlandsvegar var einnig byggð ný brú yfir Varmá á Ölfusvegi.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.