Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 19.06.2023, Blaðsíða 4

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 19.06.2023, Blaðsíða 4
4 Framkvæmdafréttir nr. 725 3. tbl. 31. árg. Vel sótt brúarráðstefna Mikill áhugi var fyrir brúarráðstefnu Vegagerðarinnar, Byggjum brýr, sem haldin var fimmtudaginn 26. apríl síðastliðinn. Um 130 manns sóttu ráðstefnuna sem haldin var á Hótel Reykjavík Grand. Góður rómur var gerður að erindunum, enda bæði fróðleg og skemmtileg þar sem litið var bæði til fortíðar og framtíðar í brúargerð á Íslandi. Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, bauð gesti ráðstefnunnar velkomna. Þá ávarpaði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ráðstefnugesti. Hann sagði meðal annars mikilvægt að víkka fjárhagsrammann þegar kemur að endurnýjun og viðhaldi brúa. Því sé nauðsynlegt að hækka fjárfestingastigið hjá hinu opinbera. Ráðstefnan hófst á sögulegum nótum. Guðrún Þóra Garðarsdóttir, brúarhönnuður á hönnunardeild Vegagerðarinnar, flutti erindið Brýr fyrr og nú, þar sem hún fór stuttlega yfir brúarsögu landsins og sagði frá nokkrum sögulegum brúm sem Vegagerðin hefur gert upp af miklum myndarskap. ↑ Gestir ráðstefnunnar voru sáttir í dagskrárlok enda margs vísari um brýr og allt þeim tengdum.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.