Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 19.06.2023, Blaðsíða 21

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 19.06.2023, Blaðsíða 21
Framkvæmdafréttir nr. 725 3. tbl. 31. árg. 21 Nýr og stærri borvagn Til stendur að festa kaup á nýjum og stærri alhliða borvagni sem nær dýpra en borvagninn sem nú er í notkun hjá Vegagerðinni. „Gamli borinn er jarðtæknibor og hann verður áfram í notkun í ýmsum verkefnum. Nýi borinn verður notaður þar sem bora þarf dýpra og þar sem taka þarf kjarnasýni en þörfin á kjarnaborunum hefur aukist töluvert,“ segir Birkir en með kjarnaborunum er hægt að meta berggæði. Kortasjá með margþættum upplýsingum Undanfarið hefur staðið yfir vinna við að koma upplýsingum úr veggreini, falllóði o.fl. í eina kortasjá og fá þannig ástandsmælingu á vegum landsins. „Mikið af upplýsingunum sem við erum að safna saman hafa verið til annars staðar, til dæmis í öðrum kortsjám. Nú erum við að sameina þetta á einum stað,“ segir Birkir. Á kortasjánni má til dæmis sjá breidd vega sem hafa verið mældar með veggreininum, hátæknimælibíl Vegagerðarinnar. Kortasjáin er enn í þróun en stefnan er að hægt verði að velja mismunandi þekjur með ólíkum upplýsingum og para þá saman sem dæmi burð í vegi, breidd vegar og ástand slitlags. Uppsöfnuð viðhaldsþörf er á vegum á Íslandi. Birkir telur að með góðum tækjabúnaði og upplýsingaöflun verði hægt að greina hvar skóinn kreppi helst og hvar þurfi að grípa til aðgerða strax og spara þannig fjármuni með markvissari aðgerðum. „Öll þessi tækjakaup miða að því að safna gögnum svo hægt sé að taka ákvarðanir um uppbyggingu og viðhald vega sem byggðar eru á betri þekkingu og upplýsingum. Þannig getum við hannað hlutina rétt, erum hvorki að vanhanna eða ofhanna. Þannig fáum við bestu gæðin án þess að framkvæmdir verði dýrari en þær þurfa að vera.“ ↘ Til stendur að kaupa nýjan og stærri alhliða borvagn sem getur borað dýpra og tekið kjarnasýni. ↓ Nýr buggy-bíll mun nýtast við til að þjónusta borvagn Vegagerðarinnar.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.