Sjálfsbjargarfréttir - 01.11.2003, Qupperneq 6
Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu:
Glatt á
Félagar í Sjálfsbjörg á höfuð-
borgarsvæðinu fögnuðu 45
ára afmæli félagsins 23. júní
sl. Mæting fór fram úr björtustu
vonum og skemmtu gestir sér kon-
unglega. Boðið var upp á kaffi og
kökur og var það mat manna að af-
mælið hafi tekist vel í alla staði.
Einar Andrésson, sem situr í vara-
stjórn Sjálfsbjargar á höfuðborgar-
svæðinu, mætti með skemmtarann
og spilaði fjörug lög við góðar und-
irtektir gesta.
Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu
var stofnað 27. júní árið 1958.
Frumkvöðlar að stofnun þess voru
aðallega Sigursveinn D. Kristinsson
og Gunnar Jóhannsson frá Varma-
læk. Félagið festi kaup á kjallaraí-
búð í Marargötu 2 þar sem starfsem-
in fór fram um nokkurra ára skeið.
Árið 1974 var starfsemin flutt í
Sjálfsbjargarhúsið að Hátúni 12 þar
sem það er enn til húsa.
Félagið er eitt af öflugustu aðildar-
félögum landssambandsins. Haldin
eru spilakvöld í hverri viku, bar-
áttufundir, þorrablót, dansleikir,
opið hús o.m.fl. Þá hefur félagið
verið duglegt við að vekja athygli á
hjalla á 45 ára
afmæli félagsins
Hnlda Steinsdóttir, einn af frumkvöðlum Sjálfsbjargar, mcetti auðvitað á opið hús til
að gleðjast með félögum sínum. Hún starfar nú innan Reykjavíkurfélagsins. Við
hlið hennar situr Sigfús Brynjólfsson.
Boðið var upp á kaffi og
kökur og var það mat
manna að afmælið hafi
tekist vel í alla staði.
aðgengis- og kjaramálum fatlaðs
fólks.
Félagar í Sjálfsbjörg á höfuðborg-
arsvæðinu eru nú um 1.560 talsins.
Formaður þess er Þórir Karl Jónas-
son.
6