Sjálfsbjargarfréttir - 01.11.2003, Side 16
Kriki
Miklar endurbætur átt sér stað
Hér sést bústaðurinn sem Reykjavíkurborg gaf félaginu. Hann er 30 fermetrar að
stœrð og dugir því skammt þegar um fjölsóttar uppákomur hjá félaginu er að
rœða. Aðgengi fyrir fatlaða er mjög gott í Krika.
Okkur langar annað hvort til a6 byggja vib bústaöinn
eða gera nýjan. Hann er bæði gamall og of lítill.
Miklar endurbæt-
ur hafa átt sér
stað í Krika,
útivistarsvæði á Vatns-
enda sem félagar í Sjálfs-
björg hafa haft afnot af
frá árinu 1994. Landið,
sem er um einn hektari, er
staðsett sunnanmegin við
Elliðavatn og þykir afar
fallegt.
„Endurbætur og viðgerðir hafa
staðið yfir rneira og minna sl. sex
ár,“ segir Sigurður Pálsson, um-
sjónarmaður Krika. „Aðalfram-
kvæmdimar voru fyrir um fimrn
árum, en þá voru byggðar tvær
bryggjur fram í vatnið og lagðir
göngustígar, sem fólk í hjólastól og
göngufólk getur nýtt sér. Nú er ver-
ið að endurbyggja bryggjuna, sem
er steinbryggja og hlaðin fram í
vatnið. Isrek hefur skemmt hana
svolítið, þannig að ákveðið var að
ráðast í þessar framkvæmdir nú.“
Að sögn Sigurðar er kostnaður
framkvæmdanna í höndum Kópa-
vogsbæjar sem og framkvæmd
þeirra. „Kópavogsbær hefur verið
svo vinsamlegur við okkur alla tíð
og styrkt okkur og hjálpað við að
gera þær endurbætur sem á hefur
þurft að halda. Kriki er leiguland
en félagið greiðir hins vegar afskap-
lega lítið í leigu. Magnús heitinn
Hjaltested, bóndi á Vatnsenda, af-
henti félaginu svæðið til afnota á
sínum tíma. Hann hafði samband
við okkur að fyrra bragði og vildi
að þar gætu fatlaðir notið útivistar..
Reykjarvíkurborg gaf félaginu síð-
an 30 fermetra bústað sem við sett-
um upp á svæðinu. Sjálfsbjörg á
höfuðborgarsvæðinu lét reisa bú-
staðinn og síðan höfum við gróður-
sett heilmikið af plöntum og trjám.
Þá var smíðaður sólpallur í kringum
bústaðinn sem hefur kornið sér af-
skaplega vel.“
Sigurður segir ýmislegt á döfinni
í Krika, þ.e.a.s. þegar félagið hafi
fjárhagslegt bolmagn til þess.
„Okkur langar annað hvort til að
byggja við bústaðinn eða gera nýj-
an. Hann er bæði gamall og of lítill.
Síðastliðið sumar vorum við með
uppákomur í Krika, sem voru nrjög
ljölsóttar, og þá kom vel í ljós
hversu lítill bústaðurinn er. Við
erum afar þakklát fyrir að hafa þetta
svæði, sem er ómetanlegur útivistar-
staður fyrir fatlað fólk á höfuðborg-
arsvæðinu,“ segir Sigurður að lok-
um.
Texti: Kristrún M. Heiðberg.
16