Úrval - 01.12.1975, Blaðsíða 111

Úrval - 01.12.1975, Blaðsíða 111
COTZIAS LÆKNIR OG ÉG 109 til eftirlits í Brookhaven. Síðla kvölds, þegar þessu var lokið og ég gekk með Cotziasi í áttina að bílnum hans, flutti hann mér þau tíðindi, að frú Denckla ætlaði að efna til kvöldverðarboðs fyrir tíu þetta kvöld „okkur til heið- urs“. Ég var örþreyttur eftir þær rann- sóknir, sem á mér höfðu verið gerð- ar, og fannst að kvöldverðarboð með ókunnugu fólki yrði hreinasta kval- ræði. Ég varð gramur yfir því, að Cot- zias hefði ekki getað sagt sér þetta sjálfur og verndað mig, en það var svo sem augljóst, að hann hafði ekki getað staðist það að hafa nýjan hóp tilheyrenda. Og ég átti að vera sönn- unargagn og sýnisgripur númer eitt. Ég sá fyrir mér, að einhvern tíma kvöldsins myndi það afhjúpað, að ég væri Parkinsonssjúklingur; hinir gest- irnir myndu glenna upp skjáina, stara á mig í forundran og lýsa því yfir, að það hefði þeim aldrei getað dottið í hug. Pað yrði stikkorð mitt til þess að flytja dálítinn ræðustúf um það, hve mikið ég ætti Cotziasi lækna að þakka og hvílíkur snillingur hann væri. En þessar hugsanir mínar lifðu ekki lengi í félagsskap Cotziasar, sem nú lék við hvern sinn fingur. Við óluð- um okkur ofan í sætin í aflmiklum bílnum hans og hann brunaði út af bílastæðinu bak við sjúkrahúsið. Nál- in á hraðamælinum fór stöðugt hærra og hærra, nálgaðist hámarkshraðann — fór fram úr honum — og ég reyndi að hugsa ekki um sjón hans. Cotzias naut sín til fulls þetta kvöld. Hann lék til skiptis grínistann, heim- spekinginn og lækninn. Undir hans stjórn skilaði ég hlutverki mínu sem þakklátt tilraunadýr með glæsibrag. Á leiðinni til Broökhaven næsta morgun gat ég ekki annað en hugsað um það, hve ólíkur Cotzias væri hin- um dæmigerða, leitandi vísindamanni, eins og við hugsum okkur hann. Cot- zias hafði ánægju af að vera í félags- skap fólks af margvíslegu sauðahúsi, hann var ákafur og tilfinningaheitur með óslökkvandi lífsþorsta. Hann kunni vel að meta veraldleg gæði, og mér var til undrunar, hvers vegna hann hefði ekki gert meira til að afla þeirra. „George,“ sagði ég. „Datt þér al- drei í hug að fara út í einkapraxís? Pú gætir verið orðinn auðkýfingur.“ „Jú, mér hefur dottið það í hug,“ svaraði hann. „En ég vildi ekki hafa hlutverkaskipti við nokkurn mann.“ Hann hafði ekki átt svo mjög erfitt með að hemja persónulega eyðslu sína, en það var niðurskurðurinn á opin- beru fé til rannsóknanna, sem hann átti erfitt með að sætta sig við. Hann varð í sívaxandi mæli að halda ræður á fjárplógsmótum, og á því hafði hann andstyggð. Dag nokkurn borðaði ég með Cot- ziasi og Irving Lieberman, sem er fram- kvæmdastjóri Sambands bandarískra Parkinsonssjúklinga. Pá bar einmitt þetta á góma. Lieberman hafði undir- búið fund mögulegra styrktaraðila í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.