Goðasteinn - 01.09.1964, Side 5

Goðasteinn - 01.09.1964, Side 5
Bjön? Fr. Björnsson: Skófjaskóli slofnaður í þeim fáu orðum, sem hér fara á eftir, verður lítillega drepið á örfá atriði um stofnun héraðsgagnfræðaskólans að Skógum undir Eyjafjöllum, eins og hann er að jafnaði nefndur. Svo sem ætla má verður í tímaritsgrein engu atriði gerð þau skil, sem annars væri nauðsyn, ef skrásetja skyldi sögu skólans og aðdraganda að stofnun hans. Slík sagnritun verður að bíða síns tíma. Lög um héraðsskóla frá 12. febr. 1940 sögðu svo fyrir m. a., að héraðsskóli skyldi vera á hentugum stað innan Rangárvalla- og Skaftafellsþinga. Nánar kvað löggjöfin eigi á um staðsetningu hins áformaða héraðsskóla. Búast mátti eðlilega við því, þareð sýslurnar voru tvær, sem aðild áttu að skólanum, að það vefðist nokkuð fyrir, hvar skólinn skyldi rísa. Þetta efni þurfti nánar að ræðast heima fyrir og þeir aðilar, sem forgöngu áttu að hafa um framkvæmdir, að fá nokkuð svigrúm til athugunar um staðar- val. Var hér því í upphafi nokkur vandi á höndum. Sýslunefndir beggja sýslna ásamt fulltrúa ríkisins áttu að skera úr um þetta, og freista varð þess til hins ýtrasta, að ná viðhlýtandi samkomu- lagi. Að öðrum kosti mátti telja skólamálið úr sögunni, a. m. k. fyrst um sinn. Var því litið til allra átta og varlega farið. Það var einróma skoðun Rangæinga, að hin mesta nauðsyn væri Goðasteinn 3

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.