Goðasteinn - 01.09.1964, Side 7

Goðasteinn - 01.09.1964, Side 7
Kom nú til kasta sýslunefndanna að svara þessu rausnarboði. Á fundum þeirra á öndverðu vori 1944 hlaut málsefnið þá af- greiðslu, að sýslunefnd Rangárvallasýslu samþykkti samhljóða að taka tilboðinu með þcim skilyrðum, sem sett voru, og hið sama gerði sýslunefnd Vestur-Skaftafellssýslu. Létu báðar sýslunefndir í ljós þakkarhug sinn til gefendanna fyrir góða gjöf, sem jafn- framt leysti með ánægjulegum hætti nokkurt vandamál. Með þessum aðgerðum var héraðsskólinn kominn vel af stað og vandi staðarvalsins farsællega leystur, héraðsskólinn skyldi reistur að Ytri-Skógum. Næsta skrefið var stigið með því að kjörin var undirbúnings- og framkvæmdanefnd til byggingar héraðsskólans. Hélt nefndin fyrsta fund sinn að Skógum 12. júlí 1944. Nefndarmenn voru: Af hálfu Rangæinga Björn Fr. Björnsson, sýslumaður; síra Er- lendur Þórðarson, Odda og síra Sveinbjörn Högnason, Breiða- bólstað. Af hálfu Skaftfellinga Gísli Sveinsson, sýslumaður, Eyj- ólfur Guðmundsson, hreppstjóri, Hvoli og Sigurjón Kjartansson, kaupfélagsstjóri, Vík. Formaður nefndarinnar var skipaður af fræðslumálastjórninni Helgi Elíasson, fræðsiumálastjóri. Á þess- um fundi var m.a. gengið frá kaupum á húseignum á jörðinni. Keyptur bústofn, búvinnuvélar ýmiskonar og annað, sem til bú- rekstrar þurfti. Fyrri búendur voru að hætta búskap og nefndin hafði áhuga á því, að áfram héldist fuil nytjun jarðarinnar. Var auðséð, að búskapurinn yrði að vera stór nokkuð í sniðum, ef standa ætti undir þörfum skólans. Var síðar ráðinn sérstakur gjöfinni. Þannig varð öll jörðin ásamt tilheyrandi húsum eign bústjóri. Þá voru keyptir þeir hlutar jarðarinnar, sem ekki fylgdu sýslufélaganna. Var nú hafin athugun og undirbúningsvinna á ýmsu því, sem þurfti til byggingarframkvæmda. Tók það nokkurn tíma. En hinn 19. marz 1946 skilaði húsameistari ríkisins, Guðjón Samúelsson, fullunnum teikningum af skólabyggingunni, og voru þær einróma samþykktar af framkvæmdanefnd. Þessu næst skyldi ákveða skóla- stæðið. Skömmu síðar eða 6. maí s. á. komu af því tilefni að Skógum framkvæmdanefndin, Guðjón Samúelsson, húsameistari Goðasteinn 5

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.