Goðasteinn - 01.09.1964, Side 8

Goðasteinn - 01.09.1964, Side 8
og Gústaf E. Pálsson, verkfræðingur. Var víða litazt um og borið niður, jarðvegurinn kannaður o.fl. Að lokum fékkst einhuga sam- þykkt aðila um skólastæðið, þar sem nú standa höfuðbyggingar skólans. Um sumarið hófust síðan framkvæmdir. Voru þær fengnar í hcndur Almenna byggingafélaginu í Reykjavík og framkvæmda- stjóra þess Gústafi E. Pálssyni Yfirsmiður var ráðinn Matthías Einarsson, Vík í Mýrdal. Fjöldi manna var þarna að starfi og voru flestir úr skólahéraðinu, Rangæingar og Skaftfcllingar. Fram- kvæmdanefndin fylgdist frá upphafi með öllum aðgerðum og kom fram sínum óskum og vilja um einstök atriði. Það var strax ljóst, að eigi þótti verða á betra kosið um úrlausnir í framkvæmd- um, verkhraða og áhuga starfsmanna um að allt færi sem bezt úr hendi. Þar lofar verkið þá, sem að unnu. Flaustið 1949 var héraðsskólinn svo vel af grunni risinn og að innan búinn, að rétt þótti að hefja þar kennslu. Að vísu var æðimargt, sem betur þurfti að ganga frá, t. d. var sundlaugin ófullgerð að mestu og tók það mörg ár að koma henni upp. Að öðru Jeyti mátti segja, að aðstaða til skólahalds væri sæmilega viðunandi. Eðlilega þurfti að afla stórfjár til byggingarframkvæmdanna, og liggur ærin saga að baki þeirri hlið málsins, og kannske ekki svo ómerk. En fjármálin eiga líka sínar dökku hliðar og ekki vert að flíka þeim, nema nauðsyn beri til og það er að sjálfsögðu oft, en ekki hér. Hin bjarta hliðin blasir við, hinar fögru og svip- miklu byggingar að Skógum, og allt starfið, sem þar hefur verið innt af hendi um 15 ára skeið. Þessa ber þó að geta: Ríkissjóður greiddi 3/4 hluta kostnaðar en héruðin V4 hluta. Fjárveitingar af hálfu ríkisins voru misjafnar nokkuð, en héruðin tóku lán, ef með þurfti, til þess að standast tilfallandi greiðslur af verkinu, sem gckk hratt. Oft hafði ríkissjóður ekki við. Héruðin lögðu hart að sér og stóð sjaldnast á sýslunefndum að leggja fram fjármagn af sinni hálfu. Ætíð reyndist hin bezta samvinna með framkvæmdaaðilum, sýslum og ríki, og jafnan reynt að þræða þær leiðir, sem sízt lágu til þess, að upp ræki á sker um fram- kvæmdir. Tókst alls yfir vel um það. 6 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.