Goðasteinn - 01.09.1964, Síða 10
einlægustu vonir við þcnnan skólastað bundnar um það, að hon-
um megi auðnast að senda á hverjum tíma frá sér hina nýtustu
þegna, sem bæði vilja, þora og kunna að fást við þau verkefni,
sem þeim eru í hendur fengin, þegar gengið er tii starfa á hinum
ýmsu sviðum þjóðlífsins. Með þessu hugarfari var unnið að bygg-
ingu skólans og í þessum anda hefur síðan jafnan verið leitazt
við að vinna í fimmtán ára skólastarfi. Megi svo ætíð verða.
GUÐNÝ1SKÓGUM
Guðný Þorsteinsdóttir, kona Benedikts Högnasonar í Skógum,
kemur við ævisögu sr. Jóns Steingrímssonar. Nefnir prestur hana
stórhöfðinglega velgerða- og vinkonu sína og hefur þetta um hana
að segja: „Af góðgerðum hennar og gestrisni vildi oft undanganga
hjá henni, og hafði ég þá, sem betur megandi, oft orðið vel við
nauðsynjabón hennar, sem verðugt var. Þá hún sálaðist seint um
vetur, var mikill matarskortur á milli manna. Þá tók heimur að
flimtra: „Henni var betra að gefa minna, að nóg væri til
begrafelsis hennar“. En jafnsnart gaf guð 3 hundruð fiska land-
hlaup á fjöru hennar, að ei varð útförin einasta gerð í heiðar-
legan máta, heldur gaf svoddan blessan mörgum nauðstöddum
nóga lífsbjörg þar í kring“.
8
Goðasteinn