Goðasteinn - 01.09.1964, Page 12

Goðasteinn - 01.09.1964, Page 12
stjóri Norræna félagsins, og eftir hann Jón R. Hjálmarsson, nú- verandi skólastjóri. Það er fagnaðarcfni, að ncmendur Skógaskóla hafa borið skóla sínum fagurt vitni, þannig að hróður hans hefur farið sívaxandi, enda námsárangur orðið með því bezta í hliðstæðum skólum. Flest af því góða námsfólki, er þar lagði hornsteininn að þekk- ingu sinni og manndómi, eru nú nýtir menn og konur við hin vandasömustu störf, eigi aðeins á sínum heimaslóðum, heldur og cinnig í öllum stigum þjóðfélagsins. Þessa er ánægjulegt að minn- ast á þessum tímamótum í starfi skólans, eigi sízt þeim, er nokkuð hafa komið við sögu þessarar stofnunar. Ég tel mér skylt við þetta tækifæri að bcra fram sérstakar þakkir til allra þeirra, er hér hafa trúlega unnið að ágætum árangri, skólastjórum, kenn- urum, nemendum og starfsfólki öllu. Sér í lagi ber ég fram þakkir til þeirra, er átt hafa sæti í skólanefnd Skógaskóla, til mannanna, sem öðrum fremur báru hita og þunga dagsins við byggingarframkvæmdir og frumerfiðleika fyrstu áranna, og fyrst og fremst ber að þakka skólanefndarformanninum Birni Fr. Björns- syni, sýslumanni og alþingismanni, er af mikilli bjartsýni og dugn- aði hefur unnið hér að með orku, þegar mest lá við. En fyrir það mikla starf á hann óskiptar þakkir okkar allra, er með honum hafa starfað í skólanefndinni um lengri eða skemmri tíma. Þá ber einnig að virða og meta þann skilning og góðhug, er sýslunefndir viðkomandi héraða hafa ætíð sýnt skólanum og fórn- fýsi fólksins, er að baki stóð. Sem gamall Vestur-Skaftfellingur, vil ég fyrir hönd minna góðu gömlu sýslufélaga færa Skógaskóla hugheilar árnaðaróskir og þakk- læti fyrir þau góðu uppeldisáhrif, er hann hefur haft á þann stóra hóp dugmikilla mannsefna, sem til hans hafa sótt úr sýslunni þau fimmtán ár, er skólinn hefur starfað. Mcð því hefur hann ávaxtað þann höfuðstól, sem til hans hefur verið lagður af héraðsbúum. Það er ósk mín, að menntasetrið í Skógum megi eflast að vexti og mannviti til farsældar og aukins manndóms fólksins, er byggir hin stórbrotnu og rismiklu héruð og leitt hefur þessa stofnun til vegs og gengis fyrsta áfangann. „Komið heil, komið heil til Skóga“. 10 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.