Goðasteinn - 01.09.1964, Síða 12

Goðasteinn - 01.09.1964, Síða 12
stjóri Norræna félagsins, og eftir hann Jón R. Hjálmarsson, nú- verandi skólastjóri. Það er fagnaðarcfni, að ncmendur Skógaskóla hafa borið skóla sínum fagurt vitni, þannig að hróður hans hefur farið sívaxandi, enda námsárangur orðið með því bezta í hliðstæðum skólum. Flest af því góða námsfólki, er þar lagði hornsteininn að þekk- ingu sinni og manndómi, eru nú nýtir menn og konur við hin vandasömustu störf, eigi aðeins á sínum heimaslóðum, heldur og cinnig í öllum stigum þjóðfélagsins. Þessa er ánægjulegt að minn- ast á þessum tímamótum í starfi skólans, eigi sízt þeim, er nokkuð hafa komið við sögu þessarar stofnunar. Ég tel mér skylt við þetta tækifæri að bcra fram sérstakar þakkir til allra þeirra, er hér hafa trúlega unnið að ágætum árangri, skólastjórum, kenn- urum, nemendum og starfsfólki öllu. Sér í lagi ber ég fram þakkir til þeirra, er átt hafa sæti í skólanefnd Skógaskóla, til mannanna, sem öðrum fremur báru hita og þunga dagsins við byggingarframkvæmdir og frumerfiðleika fyrstu áranna, og fyrst og fremst ber að þakka skólanefndarformanninum Birni Fr. Björns- syni, sýslumanni og alþingismanni, er af mikilli bjartsýni og dugn- aði hefur unnið hér að með orku, þegar mest lá við. En fyrir það mikla starf á hann óskiptar þakkir okkar allra, er með honum hafa starfað í skólanefndinni um lengri eða skemmri tíma. Þá ber einnig að virða og meta þann skilning og góðhug, er sýslunefndir viðkomandi héraða hafa ætíð sýnt skólanum og fórn- fýsi fólksins, er að baki stóð. Sem gamall Vestur-Skaftfellingur, vil ég fyrir hönd minna góðu gömlu sýslufélaga færa Skógaskóla hugheilar árnaðaróskir og þakk- læti fyrir þau góðu uppeldisáhrif, er hann hefur haft á þann stóra hóp dugmikilla mannsefna, sem til hans hafa sótt úr sýslunni þau fimmtán ár, er skólinn hefur starfað. Mcð því hefur hann ávaxtað þann höfuðstól, sem til hans hefur verið lagður af héraðsbúum. Það er ósk mín, að menntasetrið í Skógum megi eflast að vexti og mannviti til farsældar og aukins manndóms fólksins, er byggir hin stórbrotnu og rismiklu héruð og leitt hefur þessa stofnun til vegs og gengis fyrsta áfangann. „Komið heil, komið heil til Skóga“. 10 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.