Goðasteinn - 01.09.1964, Side 18

Goðasteinn - 01.09.1964, Side 18
skólans áfram og að búa honum eins góð starfsskilyrði og frek- ast var unnt. Margt mætti nefna sem sýnir hlýhug héraðsbúa í garð skólans. Þess má t. d. geta, að einn af elztu unglingaskólum landsins, ungl- ingaskólinn í Vík í Mýrdal, sem síðustu árin starfaði undir for- ystu séra Jóns Þorvarðarsonar, gerði hlé á starfi sínu, til þess að draga í engu úr aðsókn að hinum nýstofnaða skóla að Skógum. Séra Jón Þorvarðarson var prófdómari við Skógaskóla fyrstu árin. Skólanum bárust ýmsar góðar gjafir. Þegar skólinn var settur í fyrsta skipti, barzt honum m. a. vísir að bókasafni, sem Vigfús Bergsteinsson frá Brúnum í Vestur-Eyjafjallahreppi hafði ánafnað fyrirhuguðum æskulýðsskóla í Rangárþingi. Það var verðmætt safn bóka og tímarita. - Málverk af Eyjafjallajökli barst frá Rang- æingum búsettum í Vestmannaeyjum. - Árný Filippusdóttir, skóla- stjóri kvennaskólans að Hverabökkum í Hveragerði, færði skól- anum veggteppi úr íslenzkri ull í sauðalitum, er hún hafði gert. Hún er ættuð úr Rangárvallasýslu. - Yfirsmiðurinn, Matthías Einarsson frá Vík í Mýrdal, færði skólanum fjárhæð að gjöf frá smiðum og verkamönnum, sem unnu við bygginguna. Þeirri fjár- hæð skyldi varið til hljóðfærakaupa. Það var vel þegin aðstoð og gerði forráðamönnum skólans kleift að festa kaup á hljóðfæri þegar á fyrsta starfsári skólans. Stefán Hannesson, kennari í Litla- Hvammi í Mýrdal sendi skólanum kvæði að gjöf. Þau voru oft sungin, einkum fyrsta veturinn. Sóknarpresturinn, séra Sigurður Einarsson, skáld í Holti, kenndi sem stundakennari við Skógaskóla fyrsta veturinn. Hann flutti þá einnig, - og oft síðar, - erindi fyrir nemendur um ýmiss efni og var jafnan aufúsugestur. Hann orti skólasöng Skógaskóla og þýddi allmörg ljóð úr Norðurlandamálum fyrir okkur, sem sungin voru við hátíðleg tækifæri. Guðsþjónustur voru við og við haldnar í skólanum. Það var mikill viðburður, þegar Þórður Tómasson, rithöfundur í Vallnatúni, kom með fyrstu muni Byggðasafnsins að Skógum. Það var i. des. 1949. Nokkru síðar þann sama vetur afhenti Eyj- ólfur Guðmundsson, bóndi og rithöfundur að Hvoli í Mýrdal, mér fyrsta vísi að skaftfellska hluta safnsins, - eins og hann orðaði 16 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.