Goðasteinn - 01.09.1964, Síða 20
starf skólans fyrstu fimm árin. Þótt ýmsir ágætir kennarar störfuðu
við skólann um lengri cða skemmri tíma á þessu tímabili, er sá
góði námsárangur nemenda, sem sóttu skólann á þessum árum, og
þar með vinsældir skólans frá byrjun, ekki sízt þeirra verk. En
skólinn var frá upphafi eftirsóttur, einnig á þeim árum, þegar hér-
aðsskólarnir voru ekki allir fullskipaðir.
Skólinn átti því láni að fagna að hafa frá byrjun úrvalsstarfs-
liði á að skipa bæði við matseld og mötuneyti, umsjón og önnur
störf. Sérstaklega vil ég nefna Árna Jónasson, bústjóra í Skógum.
Öll störf hans og viðskipti í þágu skólans voru til fyrirmyndar.
Þórhallur Friðriksson var ágætur starfsmaður. Hann var lengst af
smiður við skólann, sá um viðgerðir og hafði umsjón með ljósa-
vélum og hitunartækjum.
Skólaárið 1949-50 voru 47 nemendur í skólanum og var þá
ókleift að taka fleiri nemendur. Húsnæðið leyfði það ekki, enda
var margt þá frumbýlingslegt og með bráðabirgðasniði. Haustið
1950 innrituðust 98 nemendur í skólann og höfðu þá borizt um
130 umsóknir um skólavist.
Veturinn 1951-52 voru ni nemendur í skólanum og bárust þá
tæplega 160 umsóknir. 1952-53 voru nemendur 116 og þá bárust 176
umsóknir, en 1953-54 voru nemendur skólans 112 og sóttu þá rösk-
lega 160 nemendur um skólavist.
Mikilvægt er, að góð tengsl og sámhugur sé milli skólaheimil-
isins og þeirra byggðarlaga, sem að skólanum standa. Strax á
fyrsta starfsári Skógaskóla var leitazt við að stofna til og styrkja
slík tengsl skólans og héraðsbúa, m. a. með samkomum, þar sem
nemendum var leyft að bjóða gestum þátttöku. Tvær slíkar kynn-
ingar- og skemmtisamkomur voru haldnar á hverjum vetri. Ann-
ars vegar jólahátíð nokkru fyrir jól með fjölbreýttri dagskrá, m. a.
lúcíugöngu og söng að sænsk - norrænum sið. Hins vegar var
nemendum leyft að bjóða gestum á árshátíð skólans um páska-
leytið, og var þá leikþáttur eða leiksýning aðal dagskrárliðurinn.
Mörg hundruð gestir, aðallega héraðsbúar, heimsóttu skólann í
sambandi við þessi hálfopinberu hátíðarhöld. Þetta urðu eins kon-
ar foreldradagar, og áttu þeir vafalaust þó nokkurn þátt í að
auka gagnkvæm kynni skólans og aðstandendanna.
'8
Goðasteint1