Goðasteinn - 01.09.1964, Qupperneq 20

Goðasteinn - 01.09.1964, Qupperneq 20
starf skólans fyrstu fimm árin. Þótt ýmsir ágætir kennarar störfuðu við skólann um lengri cða skemmri tíma á þessu tímabili, er sá góði námsárangur nemenda, sem sóttu skólann á þessum árum, og þar með vinsældir skólans frá byrjun, ekki sízt þeirra verk. En skólinn var frá upphafi eftirsóttur, einnig á þeim árum, þegar hér- aðsskólarnir voru ekki allir fullskipaðir. Skólinn átti því láni að fagna að hafa frá byrjun úrvalsstarfs- liði á að skipa bæði við matseld og mötuneyti, umsjón og önnur störf. Sérstaklega vil ég nefna Árna Jónasson, bústjóra í Skógum. Öll störf hans og viðskipti í þágu skólans voru til fyrirmyndar. Þórhallur Friðriksson var ágætur starfsmaður. Hann var lengst af smiður við skólann, sá um viðgerðir og hafði umsjón með ljósa- vélum og hitunartækjum. Skólaárið 1949-50 voru 47 nemendur í skólanum og var þá ókleift að taka fleiri nemendur. Húsnæðið leyfði það ekki, enda var margt þá frumbýlingslegt og með bráðabirgðasniði. Haustið 1950 innrituðust 98 nemendur í skólann og höfðu þá borizt um 130 umsóknir um skólavist. Veturinn 1951-52 voru ni nemendur í skólanum og bárust þá tæplega 160 umsóknir. 1952-53 voru nemendur 116 og þá bárust 176 umsóknir, en 1953-54 voru nemendur skólans 112 og sóttu þá rösk- lega 160 nemendur um skólavist. Mikilvægt er, að góð tengsl og sámhugur sé milli skólaheimil- isins og þeirra byggðarlaga, sem að skólanum standa. Strax á fyrsta starfsári Skógaskóla var leitazt við að stofna til og styrkja slík tengsl skólans og héraðsbúa, m. a. með samkomum, þar sem nemendum var leyft að bjóða gestum þátttöku. Tvær slíkar kynn- ingar- og skemmtisamkomur voru haldnar á hverjum vetri. Ann- ars vegar jólahátíð nokkru fyrir jól með fjölbreýttri dagskrá, m. a. lúcíugöngu og söng að sænsk - norrænum sið. Hins vegar var nemendum leyft að bjóða gestum á árshátíð skólans um páska- leytið, og var þá leikþáttur eða leiksýning aðal dagskrárliðurinn. Mörg hundruð gestir, aðallega héraðsbúar, heimsóttu skólann í sambandi við þessi hálfopinberu hátíðarhöld. Þetta urðu eins kon- ar foreldradagar, og áttu þeir vafalaust þó nokkurn þátt í að auka gagnkvæm kynni skólans og aðstandendanna. '8 Goðasteint1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.