Goðasteinn - 01.09.1964, Side 21

Goðasteinn - 01.09.1964, Side 21
Margs er að minnast frá þessum árum, bæði ánægjulcgra atvika og vandamála. Vissulega er það svo, og verður eflaust alltaf, að þar sem æskufólk dvelst, þar er lífsgleði og starfsgleði. - Það getur oft verið erfitt að sameina það bezta, sem góður skóli og gott hcimili hefur upp á að bjóða. En það er einmitt eitt aðal- markmið heimavistarskólanna. Ef allir þegnar skólaheimilisins eru trúir því bezta í sjálfum sér, er gott spor stigið í áttina að markinu. Að lokum tilfæri ég hér nokkur orð úr ávarpi því, sem ég flutti, þegar skólinn var settur í fyrsta skipti, 19. nóv. 1949, og enn fremur nokkrar setningar úr kveðjuávarpi, er ég flutti 1. júní 1954. 19. nóv. 1949: „Það er ósk mín, að þessi skóli megi alla tíð standa, scm lifandi tákn heilbrigðrar, sannrar menntunar. - Oft er komizt svo að orði að góður eða illur andi drottni í þeim og þeim skólanum. Þann anda skapa þeir, sem þar vinna saman, kennarar, ncmendur og starfsfólk. Heill og hamingja hvers skóla er að miklu leyti komin undir því hver andi þar ræður. Það er mín heitasta ósk skólanum til handa, að hér fái enginn illur andi aðsetur, en andi iðjusemi og skyldurækni, góðgirni og siðprýði verði hér ætíð í öndvegi“. 1. júní 1954: „Með skólagöngu og námi safna nemendur þekk- ingu og menntun í forðabúr fyrir lífið. Námsárin eru undirbún- ingstími. Þá búa nemendur sig undir fullorðinsárin, - búa sig undir að verða að hamingjusömum og dugandi mönnum. Bjargráðin búa í okkur sjálfum, í þolgæði okkar, sjálfstrausti og mannkostum. En til þess að geta borið traust til sjálfs sín og sótt bjargráðin þangað, þarf eitthvað annað að vera innifyrir en fá- fræði og tortryggni. Til þess að geta lagt eitthvað af mörkum sjálfum okkur og öðrum til góðs, þurfum við að hafa tileinkað okkur a.m.k. nokkurn forða af almennri þekkingu, drenglund og sanngirni í annarra garð. Það er ósk mín, að Skógaskóli megi um langa framtíð bera gæfu til að útskrifa marga dugandi nemendur, víðsýna og bjart- sýna, sem hafa þrek og þor að duga því sem göfugt er“. Þessar óskir eru enn í fullu gildi. Gæfa og gengi fylgi skólanum að Skógum um alla framtíð. Goðasteinn 19

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.