Goðasteinn - 01.09.1964, Side 22

Goðasteinn - 01.09.1964, Side 22
Albert jóbannsson: íeyar slaríiil háfst i. Á sólbjörtam septemberdegi silast áætlunarbíllinn austur með Fjöllunum. Ég sit við gluggann og horfi undrandi og hrifinn á hrikaleg klettabeltin, freyðandi fossa og blómleg bændabýli. Skammt austan við Skógaá stanzar bíllinn, ég kveð og tek far- angur minn. Bíllinn rennur af stað, en ég stend eftir og virði fyrir mér hið nýja menntasetur - Skógaskóla. - Þetta er stílhrein og glæsileg bygging, sem hæfir vel þeirri umgjörð, sem Skógafoss, fannhvítur jökullinn og Drangshlíðartindur gefa henni. Ég held áfram för minni og kem brátt að dálítilli á. Hún er óbrúuð og breiðari en svo, að ég geti stokkið yfir hana. Ég fer því úr skóm og sokkum og veð yfir. Þegar heim að bændabýlinu kemur, hitti ég litla stúlku, sem vísar mér til yfirsmiðsins, Matthíasar Einarssonar. Hann er hæglátur, geðugur maður, sem tekur mér mjög vel. Mér er boðið til matsalar verkamanna í kjall- ara eystra hússins, en þar sitja margir menn að snæðingi. Það verður hlé á samræðum um stund, og menn gefa mér hornauga. Ég kippi mér ekki upp við það, enda von að þeir vilji virða fyrir sér fyrsta starfsmann væntanlegs skóla, þegar hann birtist. Ég fæ sæti hjá öðlingnum Sigurjóni í Hvammi, og við spjöllum dálítið saman, meðan ég matast. Að máltíðinni lokinni sýnir Matthías mér .skólann. Og hvernig er nú umhorfs í þessu stóra húsi, sem bráð- lega skyldi verða heimili og námsvettvangur um 50 ungmenna? Gráir, ómálaðir veggir - dúkalaus gólf - hurðarlausar dyr. - Alls staðar eru menn að vinnu; smiðir, rafvirkjar, múrarar og málarar. Það þurfti sannarlega mikla bjartsýni til að halda, að húsið yrði komið í sæmilegt horf, þegar skólinn skyldi hefja starf 20 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.