Goðasteinn - 01.09.1964, Page 24

Goðasteinn - 01.09.1964, Page 24
Þennan vetur lásum við Önnu á Stóru-Borg sem framhaldssögu. Og til að gera efnið enn áhrifríkara, fengum við vörubifreið til að aka með okkur um söguslóðir hennar. Við klöngruðumst upp í Paradísarhelli, og Rútshelli skoðuðum við líka. Þetta var ákaf- lega ánægjuleg ferð og gaf sögunni dýpri bakgrunn. Það ætlaði að ganga illa að koma flestum upp í Paradísarhelli, en tókst þó að lokum. Þar gekk allt slysalaust. Við Rútshelli skeði það, að einn pilturinn, sem þó var léttur á fæti, ætlaði að stökkva yfir girðingu, sem þar var ofan á garði. Svo illa tókst til, að hann lenti milli efsta strengsins og þess næsta og víxllögðust strengirnir um fætur hans, svo að hann steyptist á höfuðið. Sem betur fór meiddi hann sig lítið, en það gekk illa að losa hann. III. Fimmtán ár eru ekki langur tími í starfsæfi skóla. Yfirleitt verð- ur að telja, að skólastarfið hafi gengið hér allvel, og á ég margar ánægjulcgar minningar frá liðnum árum. En þó er það einhvern veginn svo, að fyrsti veturinn hefur þar sérstöðu. Hér hefur aldrei tekizt að skapa slíkan samhug milli nemenda og kennara og þá. Fyrir því liggja ýmsar orsakir. Hópurinn var fámennur og bytj- unarörðugleikarnir þjöppuðu okkur fastar saman, og þessir nem- cndur voru eldri og þroskaðri cn þeir, sem nú koma að Skógum. Og þegar ég nú renni augunum yfir þennan fríða flokk, sem hér stundaði nám fyrsta vetur skólans, get ég ekki annað en undrazt, hversu vel þeim hefur tekizt að koma sér áfram. Til gamans hef ég dregið saman eftirfarandi yfirlit, sem sýnir störf þeirra, eftir því sem mér er kunnugt um þau: Við landbúnað og skógrækt: 3 bændur, i búnaðarkandidat, 2 skógfræðingar. Við verzlun: 2 verzlunarmenn, i verzlunarstjóri, i forstjóri, i heildsali. Við iðnað: 1 rafvélavirki, i rafvirki, i símvirki, i múrari, i bakari, i iðnrekandi. Við samgöngur og sjómennsku: 2 flugmenn (annar er einnig bóndi), i flugumferðarstjóri, i loft- 22 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.