Goðasteinn - 01.09.1964, Page 25

Goðasteinn - 01.09.1964, Page 25
skeytamaður, 3 bifreiðastjórar, 1 skipstjóri og útgerðarmaður og 1 sjómaður. Háskólaborgarar: 2 læknar, 1 prestur, 1 verkfræðingur, 1 stundaði nám í BA deild en vinnur nú sem sérfræðingur í meðferð flókinna reikningsvéla. Stúlkurnar skipa nú flestar heiðurssæti húsfreyjunnar, og ein þeirra er auk þess kennari við Hjúkrunarkvennaskóla fslands og önnur sérfræðingur í sjúkraleikfimi. Þannig virðist sá neisti, sem hér kviknaði, hafa orðið að glóð, sem hvatt hefur nemendurna til framhaldsnáms og aflað þeim álits, þegar út í lífið og starfið kom. Og þessir ágætu nemendur hafa öðrum fremur sýnt skólanum tryggð í verki. Þeir heimsóttu okkur á 10 ára afmæli skólans og færðu honum að gjöf vandaðan ræðustól, hinn þarfasta grip. Ég vil enda þessar fáu og fátæklegu línur með sérstöku þakk- læti til þessarra nemenda minna og samstarfsmannanna. Við vorum allir lítt reyndir, og auðvitað varð ekki hjá því komizt, að einhver mistök yrðu, en þau urðu okkur síðar dýrmæt reynsla. Enda þótt byrjunarörðugleikarnir virtust í fyrstu óyfirstíganlegir, fór allt vel og þessi ungi skóli öðlaðist þegar á fyrsta starfsári það álit, að næsta vetur varð að neita allmörgum nemendum um skólavist, þótt helmingi fleiri nemendur væru þá teknir í skólann. Megi heill og hamingja ávallt fylgja nemendum Skógaskóla, hvert, scm leið þeirra liggur! FRÁ SR. KJARTANI I SKÓGUM Maður hafði orð á því við sr. Kjartan Jónsson, að það væri fagurt í Skógum. „Fagurt en magurt“, svaraði sr. Kjartan. Sr. Kjartan fékk gott ferðaveður, er hann flutti suður að Elliða- vatni. Kom hann þá við í Hlíð undir Eyjafjöllum hjá vinum sín- um cg sagði: „Ekkert skil ég í guði mínum að mála Fjöllin mín svona falleg, þegar ég er að yfirgefa þau“. Goðastemn 23

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.