Goðasteinn - 01.09.1964, Side 26

Goðasteinn - 01.09.1964, Side 26
Baldur Óskarsson: Röilil úr liópi neineiiila Fyrir fimmtán árum byggðu Rangæingar og Skaftfellingar stökk- pall, sem kallast héraðsskóli. Hann reis að Skógum í skjóli óbrigð- ulla jökla, þar sem tíminn stendur í stað í fjöllunum, þar sem vatnið flýr jöklana, steypist með söng fram af heiðarbrúninni og kastar sér í hafið til að finna þá aftur í æðra veldi. Við, sem komum þangað af láglendinu, gengum fjöllunum á hönd. Þau ólu okkur upp, meðan við fótuðum okkur á stökkpall- inum, og hvar sem við koraum niður fundum við áttina til þeirra. Og hvort sem við komum niður í sömu spor, feti framar eða aftar, var hreyfingin nokkurs verð, því kyrrstaða er andstæð, jafn- vel þar sem lifað er í samræmi við náttúruna. I þessum skóla hefst undanrás í lífshlaupi æskunnar í tveimur héruðum, og úr öllum landsfjórðungum hafa unglingar komið að Skógum til að styrkja sig fyrir það hlaup. Ég óska Skógaskóla þess, að hann megi alltaf verða stökkpallur, þar sem æskan hefur sig til flugs með sýn til fjallanna. 24 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.