Goðasteinn - 01.09.1964, Page 27

Goðasteinn - 01.09.1964, Page 27
Jón R. Hjálmarsson: Sltíllillll'fllll SltÍHiilsltíllil Skólanefnd Skógaskóla tók til starfa sumarið 1949 og hélt fyrsta fund sinn hinn 24. júní þ. á. Skólanefndin hefur ætíð verið skipuð miklum öndvegis- og dugnaðarmönnum, sem sífellt hafa borið hag, veg og velferð þessarar ungu menntastofnunar fyrir brjósti og hlúð að henni, svo sem framast mátti verða. Einnig hefur allt samstarf af skólans hálfu við þessa menn verið einstaklega ánægju- legt, svo að ekki hefur verið á betra kosið. Skólanefndin er skipuð fimm mönnum. Menntamálaráðherra skipar formann, en sýslunefndir í Rangárvallasýslu og Vestur- Skaftafellssýslu kjósa í hana tvo fulltrúa hvor. Björn Fr. Björnsson sýslumaður var í upphafi skipaður formað- ur nefndarinnar og hefur verið það öll starfsár Skógaskóla að einu undanteknu, skólaárinu 1955-1956, er Magnús Sigurlásson, Eyrarlandi í Þykkvabæ, gegndi starfinu. Af hálfu sýslunefndanna hafa þessir menn mætt á fundum skólanefndarinnar sem aðal- menn eða varamenn, og eru þeir hér taldir eftir því, sem þeir eru skráðir í gjörðabók skólanefndarinnar: Bogi Thorarensen, hreppstjóri og sýslunefndarmaður, Kirkjubæ. Óiafur Sveinsscn, sýslunefndarmaður, Stóru-Mörk, Jón Kjartansson, sýslumaður, Vík, Jón Þorvarðarson, prófastur, Vík, Jón Þorsteinsson, sýsluskrifari, Norður-Vík, Páll Björgvinsson, oddviti, Efra-Hvoli, Jónas Gíslason, sóknarprestur, Vík, Óskar Jónsson, bókari, Vík, Gissur Gissurarson, sýslunefndarmaður, Selkoti, Oddur Sigurbergsson, kaupfélagsstjóri, Vík, Einar Oddsson, sýslumaður, Vík. Goðasteinn 25

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.