Goðasteinn - 01.09.1964, Side 39

Goðasteinn - 01.09.1964, Side 39
Kenndi við Skógaskóla þrjú ár, 1951-54. Aðalkennslugrein hans var enska, auk þess kenndi hann mannkynssögu, búnaðarfræði og fleira. Þá gerðist hann blaðamaður við búnaðarblaðið Frey og var jafnframt stundakennari við framhaldsskóla í Reykjavík. Júlíus er nú bóndi og oddviti að Syðra-Garðshorni í Svarfaðar- dal. Hann er kvæntur Þuríði Árnadóttur íþróttakennara. Sr. Rögnvaldur Finnbogason, f. 15. okt. 1927, frá Hafnarfirði. Hann kenndi við Skógaskóia fyrri hluta vetrar 1950-51 ensku og fleira. Þorgeir Einarsson, f. 24. júní 1927, stúdent frá Hafnarfirði kcnndi sömu greinar síðari hluta vetrar 1950-51. Þuríður Kristjánsdóttir, f. 28. 4. 1927, frá Steinum í Stafholts- tungum. Hún lauk prófi við Kennaraskóla ísiands og hefur stund- að nám erlendis. Hún kenndi hér veturinn 1952-53 dönsku og fleiri greinir. Hún kennir nú við Hagaskólann í Reykjavík. Þórey Kolbeins, f. 5. 2. 1927, frá Kolbeinsstöðum á Seltjarnarnesi. Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1947, próf í forspjalla- vísindum frá Háskóla íslands 1948 og cand. mag. próf frá Há- skólanum í Osló 1954. Kenndi við Skógaskóla veturinn 1954-55 ensku, landafræði og fleira. Var kennari við gagnfræðadeild Laug- arnesskólans í Reykjavík 1955-57. Vinnur nú við skrifstofustörf í Reykjavík. Þórey er gift Ólafi Einari Ólafssyni veðurfræðingi, og eiga þau tvö börn. Björn Guðnason, f. 30. júlí 1910, frá Lundi í Fnjóskadal. Stúd- ent frá dönskum menntaskóla. Hann kenndi við Skógaskóla vet- urinn 1955-56 reikning, eðlisfræði og fleira. Hefur kennt á Laug- arvatni, Eiðum, í Keflavík og víðar. Guðmundur Jónasson, f. 12. sept. 1929, frá Flatey á Skjálfanda. Hann hóf nám í héraðsskólanum að Laugum 1947-47, lauk gagnfræðaprófi á Húsavík 1948. Fór í Menntaskólann á Akureyri og lauk stúdentsprófi 1952. Stundaði nám við Háskóla íslands og lauk B. A. prófi 1955. Fór síðar í framhaldsnám við háskóla i Goðasteimi 37

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.