Goðasteinn - 01.09.1964, Qupperneq 40
Englandi og víðar. Hann var kennari við Skógaskóla veturinn
1955-56 og kenndi ensku, landafræði og fleiri greinir. Síðar var
hann kennari við Hagaskólann í Reykjavík, Verzlunarskóla Is-
lands og víðar. Guðmundur var kvæntur Bergljótu Líndal og
áttu þau börn. Guðmundur varð skammlífur og andaðist í Reykja-
vík vorið 1962.
Hreinn Ragnarsson, f. 31. des. 1940, frá Reykjum í Hrútafirði.
Hann hóf nám í Reykjaskóla, fór síðar í Menntaskólann á Akur-
eyri og lauk stúdentsprófi þar 1959. Kenndi við Skógaskóla vet-
urinn 1960-61 íslenzku og fleiri greinir. Hann er nú kennari á
Raufarhöfn. Hreinn er kvæntur Guðrúnu Sveinsdóttur og eiga þau
börn.
Kolbeinn Þorleifsson, frá Reykjavík. Stúdent frá Menntaskólan-
um í Reykjavík 1959. Kenndi við Skógaskóla einn vetur 1961-62.
Hann er nú við guðfræðinám í Háskóla íslands.
Arnaldur Árnason, f. n. okt. 1941, frá Ytri-Skógum undir Eyja-
fjöllum. Hann hóf nám í Skógaskóla og lauk hér landsprófi 195S.
Stundaði nám í Menntaskólanum á Akureyri og lauk stúdents-
prófi 1962. Kenndi við Skógaskóla veturinn 1962-63 íslenzku og
fleira. Er við nám í Háskóla Islands.
Kennarar skráðir hér að framan hafa verið ýmist skipaðir eða
settir, en einnig hafa allmargir stundakennarar starfað hér við
skólann, auk þeirra Brittu Gíslason og Guðrúnar Hjörleifsdóttur,
sem þegar hafa verið taldar.
Þórður Tómasson, f. 28. apríl 1921, frá Vallnatúni undir Eyja-
fjöllum. Hann hefur kennt söng við Skógaskóla frá því haustið
1959. Hann hefur jafnframt verið safnvörður í Byggðasafninu
í Skógum, söngstjóri og organleikari í Eyvindarhólakirkju, starfs-
maður Þjóðminjasafnsins við þjóháttaskráningu og gegnt fleiri
störfum. Þórður er kunnur þjóðsagnasafnari. Eftir hann eru bæk-
urnar Eyfellskar sagnir I - III og Sagnagestur I - III auk fjölda
greina í blöðum og tímaritum.
38
Goðasteinn