Goðasteinn - 01.09.1964, Page 41

Goðasteinn - 01.09.1964, Page 41
Guðrún Tómasdóttir, f. 13. apríl 1931, frá Vallnatúni undir Eyja- fjöllum. Hún stundaði nám í húsmæðraskólanum á Varmalandi og var á námskeiði í handavinnu og fleiru í Kennaraskóla Islands. Guðrún hefur kennt handavinnu stúlkna og föndur í Skógaskóla frá því haustið 1962. Sigríður Lára Árnadóttir, f. 28. nóv. 1936, frá Siglufirði. Hún hóf nám í gagnfræðaskóla á Siglufirði og var síðar á hús- mæðraskólanum að Laugum. Lærði til verknáms stúikna við skóla í Noregi og Danmörku og síðar í handavinnudeild Kennaraskóla Islands. Hún kenndi handavinnu stúlkna, föndur og vélritun í Skógaskóla í þrjá vetur 1959-62. Sigríður er nú kennari á Siglufirði. Hjördís Þorleifsdóttir frá Reykjavík. Hún lauk prófi úr handa- vinnudeild Kennaraskóla Islands. Hún kenndi við Skógaskóla handavinnu stúlkna og vélritun veturinn 1957-58. Hún er nú kenn- ari á Akranesi. Svanlaug Sigurjónsdóttir, f. 4. júlí 1937, frá Seljalandi undir Eyjafjöllum. Hún stundaði nám í Húsmæðraskóla Suðurlands að Laugarvatni. Kenndi við Skógaskóla handavinnu stúlkna vetufinn 1956—57. Er gift Guðna Jóhannssyni gjaidkera á Hvolsvelli, og eiga þau eitt barn. Sigrún Höskuldsdóttir, f. 2. maí 1928, frá Bólstað í Bárðardal. Hún lauk prófi úr handavinnudeild Kennaraskóla Isiands. Kenndi handavinnu stúlkna hér í Skógaskóla veturinn 1955-56. Er nú kennari á Akureyri. Aðalbjörg Sigtryggsdóttir, f. 9. ágúst 1925, frá Álandi í Þistilfirði. Hún stundaði lýðháskóla- og húsmæðranám í Svíþjóð. Kenndi við Skógaskóla handavinnu stúlkna og matreiðslu 1950-52, jafnframt því scm hún var ráðskona mötuneytis skólans. Hún er gift Ragnari Jónssyni frá Norður-Vík, og eiga þau þrjú börn. Gróa Salvarsdóttir frá Reykjanesi við Isafjarðardjúp. Hún kenndi við Skógaskóla handavinnu stúlkna veturinn 1949-50 og var ráðskona mötuneytis sama ár. Hún er gift Halldóri Víglunds- syni, og eiga þau börn. Goðasteinn 59

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.