Goðasteinn - 01.09.1964, Page 49
I upphafi skólastarfs í Skógum eignaðist skólinn annað ljóð,
sem einnig hefur oft verið sungið sem skólasöngur, einkum fyrstu
árin. Er það kvæði Stefáns Hannessonar kennara að Litla-Hvammi
í Mýrdal, „Þá birtir yfirNeðanmáls á blaðið, þar sem
hann skráði kvæðið, skrifaði hann: „Bið skólaheimilið í Skógum
að þiggja þetta ljóð og syngja líf í það.“
Stefán Hannesson var fæddur 16. marz 1876 og ólst upp við
kröpp kjör í hörðu árferði. En ótrauður brauzt hann fram til
mennta, varð kennari og sem slíkur starfaði hann meira en háifa
öld í Skaftafellssýslu, lengst af í Mýrdal. Ungur gerðist hann
einn af merkisberum ungmennafélagsskaparins, og hvar sem hann
fór, var hann óþreytandi boðberi fræðslu, framfara og menningar.
Hann var einn af vormönnum Islands. Stefán heimsótti Skóga-
skóla nokkrum sinnum, flutti erindi, og las upp ljóð. Hann er nú
látinn fyrir tveimur árum. J. R. H.
Goðasteinn
47