Goðasteinn - 01.09.1964, Side 50

Goðasteinn - 01.09.1964, Side 50
Hér lætur brimhljóð oftast vel í eyra sem iljahreimur vina gamalkærra, brotsjór en kvika þó að hafi hærra, hvorugt að list er talið hinu meira. Hér syngur fossinn hátt svo allir heyra, og hér lækir niða blíðum rómi. Hér suðar lindin mildum ástarrómi. Ónefnt tii gleði þó er langtum fleira. Hingað að vori þreyttur þröstur flýr og þrekuð lóa mædd úr hafi kemur. Sárfegnir hópar syngja lífið inn. Það syngi inn, í skólaskapið, nýr skari, sem leitar þroskans öðru fremur. Þá birtir yfir byggðum vinur minn. Stefán Hannesson SKÓGAÆTT Til skamms tíma þótti ýmsum það sæmdarauki að vera kom- inn af Skógaætt. Mun eima eftir af því enn, þótt ættrækni sé nú á undanhaldi, eins og fleiri fornar dyggðir. Tvær frænkur af Skógaætt áttu tal saman um ákveðinn mann. Önnur sagði: „Ekki get ég skilið, að hann N. N. sé af Skógaættinni". Hin svaraði: „Ekki verður það af skafið, hann er af Skógaættinni, sem við erum þó báðar stoltar af“. 48 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.