Goðasteinn - 01.09.1964, Page 51

Goðasteinn - 01.09.1964, Page 51
]ón R. Hjálmarsson: Dættir nm finnntán árn sknlíistnrf í Slináuni Á þessu herrans ári, 1964, hefur héraðsgagnfræðaskólinn að Skógum starfað fimmtán ár, því að haustið 1949 hófst hcr kennsla, og fyrsta skólasetningin fór fram við hátíðlega athöfn hinn 19. nóvember. Og þótt aldurinn sé ekki hár og þessi tímamót ekki sérlega merk, þá þykir samt hlýða að minnast þeirra á einhvern hátt. Varð það að ráði, að tímaritið Goðasteinn, sem út er gefið hér í Skógum, helgaði skólanum eitt hefta sinna þetta árið. Er ekki ósennilegt, að seinna muni þykja að því nokkur fengur að hafa í höndum frásagnir um upphaf og fyrstu starfsár skólans ritaðar af þeim mönnum, er sjálfir lögðu hér hönd á plóginn. Þá var það brýn nauðsyn og mátti varla lengur dragast, að hafizt væri handa um að gera skrá yfir kennara og nemendur, þar sem fjöldi þeirra er þegar kominn nokkuð á níunda hundrað. Bekkjarskrár og próf- bækur eru í rauninni einu heimildirnar um veru þessa stóra nem- endahóps hér í skólanum. Þessar bækur geta auðveldlega eyði- lagzt eða glatazt, og slíkt tjón kynni að reynast erfitt að bæta. Skólastarfið hér í Skógum má hiklaust segja að gengið hafi vel. Hingað hafa valizt mjög vel hæfir og áhugasamir kennarar, sem ætíð hafa metið það mest að ná sem beztum árangri í starfi sínu. Þá hafa nemendur velflestir reynzt góðir skólaþegnar, er stundað hafa nám sitt af alvöru og festu, svo að oft hefur verið ánægjulcgt að fylgjast með vexti þeirra til sálar og líkama. Eng- um getum þarf að því að leiða, að skóli þessi hefur orðið mikil- væg lyftistöng til mennta og menningar þeim ungmennum, er hing- að hafa sótt víðsvegar að og einkum þá æskufólki úr sjálfu skóla- héraðinu, sem nær frá Þjórsá til Skeiðarár, en úr byggðarlögum þeim hafa flestir nemendur komið. Og þótt ég taki svo djúpt í Goðasteinn 49

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.