Goðasteinn - 01.09.1964, Page 52

Goðasteinn - 01.09.1964, Page 52
árinni um árangur af því happaverki að hefja hér skólastarf, þá er þó enn aðeins um byrjun að ræða, þar sem skólinn mun vart hafa slitið barnsskónum. í framtíðinni bíður aðalstarfið. Á það vonandi eftir að eflast og margfaldast og bera þúsundfaldan á- vöxt til heilla og hamingju landi og lýð. Rangæingum og Skaftfcllingum er það til mikils sóma, hve vel þeir hafa staðið saman um þennan skóla sinn frá byrjun. Sú góða samvinna og heilladrjúgi árangur er mörgum mætum mönnum og konum að þakka og þó einkum meðlimum skólanefndarinnar úr báðum sýslum og þá alveg sérstaklega Birni Fr. Björnssyni sýslu- manni, sem lengst af hefur verið formaður skólanefndar þessi ár, og má með sanni kalla föður Skógaskóla. Auk þess ber að minnast á þessum vettvangi ráðherra, yfirmanna fræðslumála, alþingis- manna og margra annarra, sem á liðnum árum hafa sýnt þessari ungu menntastofnun skilning og velvilja. SkillaliúsiiæOiQ Húsakostur skólans hefur að mörgu leyti verið góður, en aldrei nægilega mikill. Upphaflega var líka ráðgert að hér sætu aðeins 60-70 nemendur, og fyrsta starfsárið voru þeir liðlega fjörutíu. En upp frá því hafa þeir alltaf verið um 100 og þar yfir, og flestir hafa þeir orðið 117. Ekki hafa allir dvalizt í heimavistinni, þvi að yfirleitt eru fáeinir á einkaheimilum hér við skólann. Nú í ár eru nemendur xn að tölu. Til þess að ráða nokkra bót á þrengslum og geta veitt fleiri nemendum viðtöku var eystra húsið á gömlu Skógajörðinni lag- fært og notað sem heimavist um nokkurra ára skeið. Einnig voru búningsklefar og annað húsrými tengt sundlauginni notað um ára- bil sem heimavistarherbergi. Árið 1955 var loks hafizt handa um smíði nýrrar heimavistar og kennaraíbúða í sérstöku húsi austan aðalskólans. Var því verki lokið og flutt í nýja húsið snemma árs 1957. Þessi þarfa framkvæmd réð bót á mörgum vanda og leysti af hólmi bráðabirgðahúsnæði það, sem lengi hafði verið notað. 50 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.