Goðasteinn - 01.09.1964, Síða 58
ið skógar, þótt þes's sjáist nú engin merki, nema kjarrið í hólm-
anum í ánni skammt fyrir ofan Skógafoss.
Þegar á fyrstu árum skólans var fenginn allstór reitur í brekk-
unum ofan skólans til skógræktar. Á hverju vori hafa kennarar
og nemendur unnið af kappi að gróðursétningu í skógræktargirð-
ingunni. Hefur verið plantað þarna tugþúsundum ungtrjáa, mest
greni og furu, en einnig töluverðu birki. Árangur. af þessu rækt-
unarstarfi hefur því miður ekki enn verið í samræmi við áhuga og
erfiði. Trjágróður hefur vaxið seint í grösugum brekkunum og
vera má að einhver nauðsynleg efni vanti í jarðveginn. Þá hefur
skógræktin orðið fyrir þungum áföllum, og út yfir tók vorið 1963,
þegar mestur hluti allra grenitrjáa eyðilagðist í páskaveðrinu mikla.
En þrátt fyrir ýmsa erfiðleika, hafa vaxið upp í skógræktinni
fagrir bjarkarlundir, sem hvergi láta á sjá, þótt framandi gróður
falli. Gefur það okkur aukna trú á framtíðina og sýnir, hvert
ber að stefna í þessum málum næstu árin.
Á liðnum árum hafa margir sýnt Skógaskóla góðan hug og
velvild í verki með því að færa honum ýmsar góðar gjafir. Bóka-
safn skólans hefur fengið stórmerkar bókagjafir frá hjónunum
Vigfúsi Bergsteinssyni og Valgerði Sigurðardóttur á Brúnum.
Þessi gjöf var ákveðin nokkru fyrir andlát Vigfúsar 1931. Berg-
steinn Kristjánsson í Reykjavík hefur hvað eftir annað gefið skól-
anum verulegar bókagjafir. Guðlaugur E. Einarsson kennari í
Hafnarfirði hefur einnig gefið bækur. Stærsta og merkasta bóka-
gjöfin er þó frá Þorsteini Finnbogasyni, fyrrum kennara, í Foss-
vogi, en í safni hans, er skóiinn hlaut, eru nær hálft þriðja þús-
und bindi.
Þrír listmálarar hafa orðið til að gefa skólanum málverk, og
það eru þeir Engilbert Gíslason, Vestmannaeyjum, Höskuldur
Björnsson í Hveragerði og Ólafur Túbals í Múlakoti í Fljótshlíð.
Séra Jón M. Guðjónsson á Akranesi gaf Ritninguna á vandaðri
vegghyllu, og Árný Filippusdóttir gaf ísaumað veggteppi, fagran
grip. Fyrsti nemendaárgangurinn hér heimsótti skólann á tíu ára
afmæli hans haustið 1959, og gáfu þessir nemendur skólanum vand-
aðan ræðustól. Fleiri munu hafa órðið til að færa skólanum gjaftr,
en hér hafa verið taldir.
56
Goðasteinn