Goðasteinn - 01.09.1964, Page 59

Goðasteinn - 01.09.1964, Page 59
Árið 1955 var stofnaður sjóður við skólann af ágóða af sölu jólakorta og skólamerkis og fieiru. Nefnist hann fegrunarsjóður Skógaskóla, og er tilgangur hans í samræmi við nafnið. Hefur sjóðurinn þegar keypt nokkur málverk, allmargar eftirprentanir málverka og fleira til augnayndis. EKKI ERU ALLAR FERÐIR TIL FJÁR Oddur Sveinsson í Skógum var háseti hjá Jóni Hjörleifssyni í Eystri-Skógum. Jón sótti sjó af kappi. Svo fannst Tómasi föður Sigríðar á Hrútafelli, er hann hitti síðbúna sjómenn og sagði: „Þið eruð ekki orðnir svo gamlir, þið hafið ekki heyrt það. Hann Jón Hjörleifsson var kominn út á Langeiði í dögun“. Otræði var þá í fjörunni framan við Holtsós, Langeiði, sem þá var nefnd. Oddur í Skógum sá mann ríða þjóðgötu frammi á Skógasandi og hverfa vestur fyrir núpinn. Þetta var seint á vetri um nónbilið. Oddur hélt, að þar færi Jón í Skógum á leið til sjávar, þótt ræði virtist óvænlegt. Tygjaði hann sig og fór í hámót á eftir mann- inum, sem var langferðamaður. Sr. Kjartan orti um þessa fýluferð: Oddur eltir öll flón af hræðslu við Jón. Hans er dauf og súr sjón, að sjá þann ríða um frón. Innileg mín er bón að hann setji upp rétt gón úr því komið er nón. Goðasteinn 57

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.