Goðasteinn - 01.09.1964, Page 61

Goðasteinn - 01.09.1964, Page 61
þess. Fjöldi manns sá safnið þessi ár og áhugi fyrir því glæddisF Árið 1954 var hafin bygging safnhúss í Skógum. Var það byggt eftir teikningu Matthíasar Einarssonar trésmíðameistara í Vík. Húsið var fullsmíðað 1955. Nam byggingarkostnaður 205 þúsund krónum. Hcfur hann verið greiddur með framlögum úr sýslusjóð- um, ríkissjóði og gjöfum stofnana og einstaklinga. Aðalsalur safn- hússins er að stærð 14x7,50 m. Suðurstofa á sömu hæð er 7,50x6 m. I risi eru rúmgóðar geymslur, skemma og baðstofa undir skarsúð. Árið 1956 var farið að setja upp safnmuni í hinu nýja húsi og að því unnið jafnt og þétt næstu árin. Vart er því verki þó enn að fullu lokið. Áraskipið Pétursey tekur að vonum mest rúm í safnhúsinu. Hefur áður verið frá því sagt í þessu riti. Byggða- safnið er auðugt að atvinnutækjum, einkum frá landbúnaði. Mun þar fátt um eyður og margir gripir harla góðir. Listmuni á safnið furðu marga í tréskurði, málmsmíði og hannyrðum, bækur all- margar, myndir og skjöl. í heild er það merkilegur vottur um menningu og atvinnuhætti í Vestur-Skaftafells- og Rangárvalla- sýslum. Safnmunir eru nú um 3500 og fjölgar ört síðustu árin. Reglugerð var samþykkt fyrir byggðasafnið 1955. Þar er kveðið svo á, að byggðasafnsnefnd skuli skipuð tveimur Rangæingum og tveimur Skaftfellingum kosnum af sýslunefndum. Formaður nefnd- arinnar er skólastjóri Skógaskóla, sjálfkjörinn. Jón R. Hjálmarsson skólastjóri hefur verið formaður byggðasafnsnefndar frá 1955. Árið 1959 var Þórður Tómasson ráðinn safnvörður byggða- safnsins. Reisti hann þá íbúðarhús í nágrenni þess og hefur átt þar heimili síðan. Safnið er opið til sýningar fjóra mánuði ár hvert, 15. maí - 15. september. Síðustu sumur hefur gestakomum í safnið farið mjög fjölgandi og urðu um 3000 sumarið 1963. Bar þar mjög á heimsóknum skólanemenda í maímánuði. Skógaskóli er byggður við þjóðbraut, og margir eiga við hann erindi. Nýtur safnið góðs af því, en sjálft á það einnig aðdráttar- afl. Vænta má þess, að gestkvæmt verði í safninu næstu árin, og von mín er, að flestir telji komuna þangað nokkurs virði. Á 15 ára afmæli Skógaskóla er ástæða til að þakka skólastjórum hans og kennurum þann þátt, sem þeir hafa átt í viðgangi byggða- safnsins, sem í mínum huga er ein dýrasta eign Rangæinga og Goðasteinn 59

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.