Úrval - 01.12.1978, Qupperneq 4
2
Herra Martin kom með einkaritara
sínum til Chicago seint um kvöld.
Þegar á hötelið kom, uppgötvaðist að
mistök höfðu orðið í herbergjabók-
uninni, svo aðeins eitt herbergi var
frátekið handa þeim í staðinn fyrir
tvö. ,,En í því eru tvö rúm,” sagði
afgreiðslumaðurinn, ,,og við getum
látið skerm á milli þeirra.” Martin var
þreyttur og úrillur yfir þessu, en
þegar hann sá að einkaritarinn
kinkaði kolli, lét hann gott heita.
Gengið var frá herberginu og
skermurinn settur upp, og þegar
Martin og einkaritarinn höfðu opnað
gluggann og boðið hvort öðru góða
nótt, lagðist hvort upp í sitt ból. Eftir
æði stund, sagði einkaritarinn:
„Herra Martin. Mér er kalt. Viltu
vera svo vænn að loka glugganum?”
Hann hugsaði sig um nokkra
stund, en herti svo upp hugann og
spurði þýðlega: „Gætirðu hugsað þér
að vera frú Martin þessa einu nótt?”
ÚRVAL
,,Ö, já, það vildi ég,” kurraði hún
á móti.
,,Gott,” svaraðihann. „Lokaðuþá
glugganum sjálf!”
Þegar kötturinn hans Jóns klifraði
upp í hátt tré og þorði ekki niður, var
Jóni sagt að hafa engar áhyggjur. Kisi
myndi koma niður, þegar hann væri
orðinn nógu svangur.
En þegar kisi var enn uppi í trénu
að þrem dögum liðnum, leist Jóni
ekki á blikuna. Hann brá sér 1 striga-
skó og lagði af stað upp í tréð að
bjarga kettinum.
Þegar hann var kominn svo sem
tuttugu metra upp, sá kisi sitt
óvænna og stökk niður. „Allt í lagi,
Jón,” hrópaði aðstoðarliðið á jörð-
inni. „Kötturinn stökk. Þú getur
snúið við.”
Fyrst varð grafarþögn, en síðan
kom skjálfandi rödd Jóns: „Eg kem
þegar ég er orðinn nógu svangur.