Úrval - 01.12.1978, Page 26
24
ÚRVAL
vaxið fiskur um hrygg á síðasta áratug
eða svo og kannski hefur þessi vöxtur
borið nokkurn keim tísku og endur-
hæfing komist á hvers manns varir af
þeim sökum. Það er af og frá að
hugsanleg tískumyndun um endur-
hæfingu eigi rætur að rekja til þeirra
sem að endurhæfingu starfa. Starfslið
endurhæfíngar veit best hvar
takmörkin á gagnsemi endurhæfingar
liggja, veit hverju er hægt að þoka
áleiðis, sjúklingum í hag, og hverju
ekki, þekkir velflest hin bráðnauðsyn-
legu raunsæismörk. Fremur kann að
vera að almenningurog ýmist starfslið
heilbrig'ðisþjónustu annað en endur-
hæfingar stuðli að tísku- og
óraunsæisorðspori. Orsökin er
vafalaust fólgin í hvötinni til að leita
fanga sem víðast ,,ut aliquid fíat”,
þegar önnur gagnvirk meðferð er ekki
á boðstólum. Þetta þekkist víða í
læknisfræðinni og ber þó að varast
eins og óvininn sjálfan.
Hvað sem þessu líður hefur læknis-
fræðileg endurhæfing ótvírætt raun-
gildi í lækningum. Gildið kann að
vera breytilegt og verða áfram breyti-
legt í samræmi við gagnvirkni
lækninga á hverjum tíma, það er
möguleikann til að lækna sjúkling
fullkomlega, og tækni sem endur-
hæfingarmeðferð ávinnur sér til að
sinna hlutverkum á þeim breytilega
vettvangi sem lækningagagnvirknin
skapar. Sem dæmi um breytileikann
má nefna berklaveiki. Skipulögð
endurhæfíng þekkist hér á landi fyrst
meðal berklasjúklinga en nú þarfnast
þeir óverulegrar þjónustu í þeim
efnum, að minnsta kosti þar sem
nútíma berklalækningar eru stund-
aðar. Einnig má nefna þann þátt
gigtlækninga sem fólginn er í því að
skipta um mjaðmarlið. Slík skipti
kröfðust umfangsmikillar endur-
hæfíngar eftir aðgerð til að árangur
fengist, þar til fyrir fáum árum að ný
tækni dró svo úr þeirri þörf að
endurhæfingareftirspurn eftir aðgerð
er nú sáralítil miðið við það sem áður
var. Dæmi um breytileika
endurhæfingarþarfar I gagnstæða átt
eru mörg og má benda á endur-
hæfíngu hjarta-, æða- og lungna-
sjúklinga, geðsjúklinga og krabba-
meinssjúklinga.
Víst er það að endurhæfing fæst
meir við tiltekna sjúklingahópa en
aðra og beinist eðlilega að þeim sem
ekki læknast að fullu eða búa við
varanlega líkamlega eða andlega
afmörkun og skerðingu eða hvoru-
tveggja.
Til viðbótar þessum aðfararorðum
skal áréttað að óvíða í læknisfræði er
meiri þörf á skýmm meðferðar-
markmiðum en í endurhæfingu.
Margt veldur því, meðal annars
mikilvægi hagnýtingar á tíma og
starfskröftum. Endurhæfíng er dýr
þjonusta, tímafrek, rýmisfrek, starfs-
liðsfrek og krefst nákvæmrar
samhæfingar þessara þátta. Einnig
ber að árétta að endurhæfing nær til
fleiri starfshópa heilbrigðisþjónustu
en almennt gerist í læknisfræði:
lækna, hjúkmnarfræðinga, sjúkra-