Úrval - 01.12.1978, Qupperneq 51
JÓLAKÖTTUR FRÚAINSWORTH
49
Hann varí öllu tilliti andstæða hljóð-
látrar móður sinnar. Hann stikaði um
þykk teppin í Ainsworthshúsinu eins
og kóngur um ríki sitt.
Þegar ég kom þar fylgdist ég með
þroska hans mér til ánægju, en það
sem efst er í huga mínum gerðist
næsta jóladag, þegar ár var liðið frá
komu hansí húsið.
Ég hafði verið í vitjunum eins og
venjulega — skepnurnar hafa aldrei
getað fallist á að jólin væru sérstakir
frídagar. Ég var á leið heim, hjúpaður
rósrauðri hugarglóð eftir að hafa
skálað fyrir jólunum við gestrisna
bændur, þegar ég heyrði frú
Ainsworth kalla: ,,Gleðileg jól,
Herriot! Komdu inn og fáðu þér glas
til að ylja þér á.” Ég þurfti ekkert að
ylja mér, en nam þó hiklaust staðar.
Húsið var jafn ríkulega skreytt og í
fyrra. En nú var þar engin sorg,
aðeins Bylur.
Hann þaut upp um hundana hvern
á eftir öðrum, lata og feita, sperrti
eyrun, augun glitrandi af hrekkja-
gleði, slengdi framan í þá loppunni
og hentist svo frá þeim aftur.
Frú Ainsworth hló. ,,Ég skal segja
þér, að hann er að ganga af þeim
dauðum.” Það leyndi sér ekki, að
koma Byls til hundanna var eins og
óhefluðum rustikusi hefði verið
sleppt inn í fínan séntilmannaklúbb í
London.
,,Mig langar að sýna þér dálftið.”
Frú Ainsworth tók harðan gúmmí-
bolta af borði og fór út, með Byl á
hælunum. Hún kstaði boltanum yfir
hlaðið og kötturinn stökk á eftir
honum. Hann hremmdi boltann,
greip hann með tönnunum og bar
hann aftur til frú Ainsworth. Hann
lagði boltann við fætur hennar og
beið spenntur. Ég trúði ekki mínum
eigin augum. Veiði,,hundur” af
kattakyni!
,,Hefurðu nokkurn tíma séð annað
eins?” spurði Frú Ainsworth.
,,Nei,” svaraði ég. .,Það hef ég
ekki. Þetta er einkar athyglisverður
köttur.”
Hún greip Byl í fangtð og hélt
honum þétt að andliti sér, hló við,
þegar hann malaði og néri sér
ánægjulega við vanga hennar.
Þegar ég horfði á hann, ímynd
heilbrigði og iífsgleði, hvarflaði
hugur minn aftur til móður hans. Var
það ofætlun, að deyjandi dýrið hefði
neytt síðusru kraftanna til að bera
barnið sitt til þeirrar einu hafnar
hlýju og þæginda, sem hún hafði
nokkru sinni kynnst, í þeirri von að
þar yrði hlúð að því? Kannski var það
ofætlun.
En svo var að sjá, sem ég væri ekki
einn um þessar hugrenningar. Frú
Ainsworth brosti til mín. ,,Nú myndi
Debbí veraglöð,” sagðihún.
,,Já, líklega,” svaraði ég. ,,Er ekki
akkúrat ár síðan hún kom með
hann?”
,JÚ,” svaraði frú Ainsworth og
lagði Byl betur undir vanga sinn.
„Besta jólagjöf, sem ég nokkurn tíma
heffengið!”
★