Úrval - 01.12.1978, Page 68
66
ÚRVAL
AUSTAN ELIVOGA
Ögnar mér þessi aðgæzlulausi róður,
aldrei hef ég litið viðsjálli blik
en við komu þess dags, sem fölskvaðar eggjar í austri
eldtungum sleikir og roðar himin og lönd,
glýir í augum gýll fyrir sólu runninn
grimmur og einn.
Veldur því auðna hvort
skilar mér aftur að landi, heilum heim,
af hafínu nökkvinn, líkt og svo margan dag.
Sækindaskarann á sviðinu yzta ég leit
svelja við unnir gráð, meðan einn ég réri,
kenndi ég geigs, þegar gerningaveður af landi
greip mína særði á hlummi, brast mér þó hvergi
þrek eða auðna, en þungir vom mér draumar
þverrandi nætur.
Ógnar mér þessi aðgæzlulausi róður,
aldrei fyrr hef ég leitað svo djúpt á mið,
sækindaskarinn er senn milli lands og okkar
sveinsins, er réð ég grunlaus með mér í för
á nökkvann minn gamla að draga flata físka
á fornum vöstum, en þreytir róðurinn ákaft
utar og dýpra á ógrynni sollins hafs,
þar sem ormurinn liggur.