Úrval - 01.12.1978, Page 74
72
ÚRVAL
kúrfu, sem er einkennandi fyrir gos-
þróunina.
Er að finna innan sólkerfísins, að
sólinni sjálfri undanskilinni,
upplýsingar, sem staðfesta aukningu
á virkni vetrarbrautarinnar? Já,
heilmiklar.
Ég hef áður birt efni, sem styður
kenninguna um útþenslu jarðar-
innar. Nú get ég staðhæft, að
aukingarhlutfallið, 15% aukning á
yfírborði jarðar sl. 6000 ár, er mjög
hátt, jafnvel á stjarnfræðilegan mæli-
kvarða.
Samkvæmt heimildum var yfirborð
Venusar sýnilegt beint frá jörðu á
fyrri hluta 19. aldar. Umhverfis
Venus var vel greinanlegt segulsvið.
Vegna hækkaðs hita eyddist gas á
plánetunni skyndilega (af því ieiddi
ógagnsæi andrúmsloftsins) og eyði-
lagði segulmagnsuppbyggingu kjarna
stjörnunnar.
Furðulegar breytingar hafa einnig
átt sér stað á Merkúr. I lok 19. aldar
voru tveir afburðar stjarnfræði-
könnuði, Schiaparelli og Antoniadi,
sammála um að umferðartími Merkur
um sólu og snúningshraði hans um
möndui sinn væri hinn sami, hvort
tveggja 88 dagar. Upp úr 1950
uppgötvuðu vísindamenn, að þótt
umferðartími Merkúr um sólu væri
óbreyttur, þá hafði snúningstími
hans um möndul sinn minnkað um
þriðjung eða niður í 59 daga. Þannig
hafði snúningshraði Merkúr aukist.
Loks geislar Júpíter frá sér mun
meiri orku heldur en hann fær frá
sólu. Það er minna þekkt, (þótt það
sé vel skiljanlegt) að birta hans hefur
aukistum 10% ásl. hundrað árum.
Allt staðfestir þetta, að við lifum í
vetrarbraut með aukinni virkni. Hvað
þýðir þetta fyrir íbúa jarðar? Virkni-
aukningin hófst fyrir um það bil
10.000 árum, þegar síðustu ísöld lauk
á jörðinni. Þetta bendir til þess að
nýrrar ísaldar sé ekki að vænta og að
loftslagið muni hlýna smám saman.
★