Úrval - 01.12.1978, Page 78
76
ÚRVAL
þetta hin mesta sóun, en á það er líka
að líta, að þetta er lítið gjald til
bjargar góðu hjónabandi.
Ein tegund gjafa er það þó, sem fæst-
ir karlar geta gefið konum án þess að
djöfullinn verði laus. Versta hugsan-
lega jólagjöf, afmælisgjöf eða hvaða
sérhæfða persónulega gjöf sem er, er
hver konar heimilistæki — eins og
hrærivél. Afar fáar konur fyllast
hrifningu, er þær opna fagurlega
skreyttan pakka og draga upp úr
honum tíu hraða rafmangsþeytara,
og þótt þær segi kannski ,takk fyrir”
af því þær kunna mannasiði, er það
ábyggilega milli samanbitinna tann-
anna. Mörg hjón kaupa hluti fyrir hús
og heimili þegar þau gefa sjálfum sér
brúðkaupsafmælisgjöf, en afmæli og
jól gera kröfur um persónulegri gjafir
— og fyrr eða síðar fer þannig fyrir
flestum eiginmönnum, að þeir skynja
frostið í andrúmsloftinu og uppgötva
þetta.
Ég þekki hjón, sem hafa aðeins
einu sinni lent í líkamlegum slags-
málum í hjónabandinu — yfir
afmælisgjöf einu sinni — setti af
fínlegum, svörtum myndarömmum,
sem henni þóttu eins og kjörnir utan
um myndirnar af fólkinu hans. En
hann var á því, að myndir af fólki
væru aldrei settar í svarta ramma
nema fólkið væri dáið — og hún
hlyti að vita það. Nei, sagði hún,
hún vissi það alls ekki. Hann sagði að
hún væri heimsk og skilningssljó og
fjandsamleg í garð fólksins hans. Hún
sagði að hann væri vanþakklátur og
hjátrúarfullur. Hann sagði. . . og hún
sagði . . . og hann sagði . . . og hún
sagði . . . og hann sagði . . . og hún
. stökk til og rétti honum einn á snúð-
inn. ,,Mér datt aldrei í hug að hann
borgaði mér í sama,” sagði hún.
,,En það gerði hann.”
Já, gjafastandið getur komið
af stað flóknu tilfinningaspili, því
gjöf er oft vísbending til okkar.
Skoðun á okkur. Skilningur á okkur.
Og þegar við fáum — frá mönnunum
okkar, til dæmis — gjöf, sem ekki á
við okkur, förum við að velta fyrir
okkur spurningum eins og: ,,Þekkir
hann mig bara nokkuð?” Og ,,Skilur
hann ekki fyrir hverju ég geng?”
Stundum má maður hafa sig allan við
að verða ekki illilega fúll við gef-
andann.
Oft koma þessar annarlegu gjafir
frá foreldrum og systkinum og þess
háttar fólki, og gjafirnar túlka
skilning þeirra á okkur eða vilja að við
séum og eru í litlu samhengi við —
eða beinlínis árás á — það sem við
erum.
Tökum sem dæmi móðurina, sem
er meistarakokkur, en sendir dóttur
sinni, sem er lögfræðingur og kemur
ekki ótilneydd í eldhús, matreiðslu-
bækur á borð við ,,Að sjóða lyng-
hænuí eigin safa.”
Fegurðardísina, sem sendir systur
sinni, sem er ófríð en gáfuð, ávísun á
fegrunarmeðferð.
Faðirinn, sem sendir álútum og
bringukúptum syni sínum
nærskornar og sexí töffaskyrtur.