Úrval - 01.12.1978, Page 78

Úrval - 01.12.1978, Page 78
76 ÚRVAL þetta hin mesta sóun, en á það er líka að líta, að þetta er lítið gjald til bjargar góðu hjónabandi. Ein tegund gjafa er það þó, sem fæst- ir karlar geta gefið konum án þess að djöfullinn verði laus. Versta hugsan- lega jólagjöf, afmælisgjöf eða hvaða sérhæfða persónulega gjöf sem er, er hver konar heimilistæki — eins og hrærivél. Afar fáar konur fyllast hrifningu, er þær opna fagurlega skreyttan pakka og draga upp úr honum tíu hraða rafmangsþeytara, og þótt þær segi kannski ,takk fyrir” af því þær kunna mannasiði, er það ábyggilega milli samanbitinna tann- anna. Mörg hjón kaupa hluti fyrir hús og heimili þegar þau gefa sjálfum sér brúðkaupsafmælisgjöf, en afmæli og jól gera kröfur um persónulegri gjafir — og fyrr eða síðar fer þannig fyrir flestum eiginmönnum, að þeir skynja frostið í andrúmsloftinu og uppgötva þetta. Ég þekki hjón, sem hafa aðeins einu sinni lent í líkamlegum slags- málum í hjónabandinu — yfir afmælisgjöf einu sinni — setti af fínlegum, svörtum myndarömmum, sem henni þóttu eins og kjörnir utan um myndirnar af fólkinu hans. En hann var á því, að myndir af fólki væru aldrei settar í svarta ramma nema fólkið væri dáið — og hún hlyti að vita það. Nei, sagði hún, hún vissi það alls ekki. Hann sagði að hún væri heimsk og skilningssljó og fjandsamleg í garð fólksins hans. Hún sagði að hann væri vanþakklátur og hjátrúarfullur. Hann sagði. . . og hún sagði . . . og hann sagði . . . og hún sagði . . . og hann sagði . . . og hún . stökk til og rétti honum einn á snúð- inn. ,,Mér datt aldrei í hug að hann borgaði mér í sama,” sagði hún. ,,En það gerði hann.” Já, gjafastandið getur komið af stað flóknu tilfinningaspili, því gjöf er oft vísbending til okkar. Skoðun á okkur. Skilningur á okkur. Og þegar við fáum — frá mönnunum okkar, til dæmis — gjöf, sem ekki á við okkur, förum við að velta fyrir okkur spurningum eins og: ,,Þekkir hann mig bara nokkuð?” Og ,,Skilur hann ekki fyrir hverju ég geng?” Stundum má maður hafa sig allan við að verða ekki illilega fúll við gef- andann. Oft koma þessar annarlegu gjafir frá foreldrum og systkinum og þess háttar fólki, og gjafirnar túlka skilning þeirra á okkur eða vilja að við séum og eru í litlu samhengi við — eða beinlínis árás á — það sem við erum. Tökum sem dæmi móðurina, sem er meistarakokkur, en sendir dóttur sinni, sem er lögfræðingur og kemur ekki ótilneydd í eldhús, matreiðslu- bækur á borð við ,,Að sjóða lyng- hænuí eigin safa.” Fegurðardísina, sem sendir systur sinni, sem er ófríð en gáfuð, ávísun á fegrunarmeðferð. Faðirinn, sem sendir álútum og bringukúptum syni sínum nærskornar og sexí töffaskyrtur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.