Úrval - 01.12.1978, Page 84
82
ÚRVAL
Mér finnst hver dagur of stuttur til að hugsa allt það sem mig
langar að hugsa um, fara í allar gönguferðir sem mig langarí, lesa
allar bækur sem mig langar að lesa og hitta alla vinina sem mig
langar til að hitta. Því lengur, sem ég lifi, þvl lengur dvelur hugur
minn við fegurð og undur heimsins.
John Burroughs.
Betra að þegja og vera talinn kjáni en tala og taka af allan vafa.
Abraham Lincoln
Þú átt tvenns lags óvini: Þá sem ekki trúa orði af því, sem þú
segir, og þá sem trúa hverju orði.
Frank Clark
Fólk spyr um mismuninn á leiðtoga og stjórnanda ....
Leiðtoginn stýrir opinskátt en stjórnandinn dulbýr það.
Leiðtoginn leiðir,,stjórnandinn rekur.
Theodore Roosevelt
Rósamir hugar verða hvorki rugiaðir né hræddir, heldur halda
sínu striki i velgengni og andstreymi, með sínum eigin hraða, eins
og klukkaí fárviðri.
Robert Louis Stevenson
Móðir þýðir sama og guð á vörum og í hjörtum barnanna.
William Pakepeace Thackeray
Mannkynið á aðeins eitt vopn, sem bítur, og það er hláturinn.
Mark Twain