Úrval - 01.12.1978, Blaðsíða 95
Er hægt að skýra reynslu af þessu tagi?
93
VÍSBENDING AÐ HANDAN
— WilmaYeo —
Þetta var tilfallandi fundur og
furðulegur — sá furðulegasti,
sem ég hef orðið fyrir. En þótt
einhverjum kunni aðþykja það
einkennilegt, er þessi frásögn
sönn og rétt, eins og aðrir þeir,
sem við sögu koma, eru reiðu-
búnir að staðfesta.
v&vK$J8févK AÐURINN MINN
*
*
*
M
Og
15
vk tvíburadætur okkar,
ára, voru kyrr heima í
Kansas City í Montana,
vKviívKvKvíí rneðan ég fór með hópi
vina á árlegt þing rithöfunda í
Indíana Háskólanum í Bloominton.
Mér var ekki að skapi að fara frá fjöl-
skyldunni í átta daga, þótt þau reyndu
Öll að sannfæra mig um að þau
hlökkuðu til að geta hagað sér að
geðþótta um skeið — ,,án þess að
mamma sé ofaní því,”
Ég gerði mér þó enga sérstaka rellu út
af því, þótt ég væri treg að fara, því
mér er aldrei ljúft að ferðast; vil helst
ekki fara úr sjónmáli við kunnuglegt
umhverfí. Ég var þó viss um, að þegar
ég væri komin inn í annir ráðstefn-
unnar og fyrirlestra, myndi mér verða
rórra.
Við höfðum aðsetur í Indiana
Memorial Union, byggingu sem var
nógu stór til að sjá okkur fyrir íbúðar-
húsnæði og samkomusölum, þótt við
værum 125 talsins. Öll vorum við
rithöfundar, sem höfðum fengið sæti
á þessu þingi vegna verðleika
handrits, sem við höfðum sent inn
fyrirfram. Þessi handrit höfðu þeir