Úrval - 01.12.1978, Page 106
104 ÚRVAL
Drag skó þína af fótum þér, því að sá staður, er þú
stendur d, er heilög jörð.
HLIÐ I HJARTA
— Richard Selzcr, —
*****
*m*
*
*
*
H'.
/*'
\j/
>K
/*\
A
>*<>K>KM< M''
/I\/,\>*\
TILKYNNINGATÖFL-
UNNI í spítalanum í
Connecticut, þar sem ég
starfa sem læknir, var til-
kynning. A henni stðð:
,,Ysehi Dhonden, líflæknir Dalai
Lama, mun fara á stofugang klukkan
sex að morgni 10. júní.”
Ég er ekki svo forhertur í tortryggn-
inni, að ég vísi sendiboða guðanna
viljandi á bug. Þess vegna slæst ég
þennan júnímorgun i hóp lækna í
hvítum sloppum, sem bíður í litla
fundarherberginu á deildinni, sem
valin hefur verið fyrir þennan við-
burð. Nákvæmlega klukkan sex birt-
ist hann, lágvaxinn, bjartur, þrekinn
maður klæddur I ermalausa skikkju,
saffrangula og hnotubrúna. Höfuðið
er krúnurakað; eina hárið sem sést eru
tvær svartar, skáhallar linur yfír hvoru
auga.
Hann hneigir sig í kveðjuskyni
meðan ungi túlkurinn segir hvað til
stendur. Okkur er sagt að Ysehi
Dhonden muni rannsaka sjúkling,
sem læknir úr liði spítalans hafí valið.
Hvorki við né Ysehi Dhonden vita
réttu sjúkdómsgreininguna. Hann
mun rannsaka sjúklinginn í okkar
viðurvist og ræða síðan sjúkdóm
hennar.
— Stytt úr Harper's Magazine —