Úrval - 01.12.1978, Qupperneq 107

Úrval - 01.12.1978, Qupperneq 107
HLIÐÍHJARTA Sjúklingurinn, sem er kona, hefur verið vakinn snemma. Henni er sagt að útlendur læknir muni rannsaka hana og hún hefur verið beðin um nýtt þvagsýni. Svo konan lætur enga undrun í ljós, þegar við komum inn í stofuna til hennar. Ysehi Dhonden gengur að rúminu en við hin stöndum til hliðar og fylgj- umst með. Hann starir lengi á kon- una, ekki þó á neinn sérstakan stað, heldur er eins og augu hans einbeiti sér að einhverjum punkti rétt yflr liggjandi sjúklingnum. I útliti hennar eða fari er ekkert, sem gefur vísbend- ingu um eðli sjúkdóms hennar. Loks tekur hann hönd hennar í báðar sínar og lyftir henni. Nú lýtur hann yfir rúmið, dregur höfuðið ofan í hálsmál skikkjunnar. Augu hans lok- ast meðan hann tekur um púls henn- ar, og í hálfa klukkustund stendur hann þannig grafkyrr. Líkt og svíf- andi yfír sjúklingnum, eins og fram- andi, gullinn fugl, og styður fingrun- um á púls hennar. Það er eins og öll orka mannsins beinist að þessum eina tilgangi. AlÍt í einu fyllist ég öfund — ekki í garð hans, ekki í garð Ysehi Dhond- ens, vegna fegurðar hans og heilag- leika, heldur öfunda ég konuna. Ég vil, að mér sé haldið svona, að ég sé snertur svona, móttekinn. Og ég veit að ég, sem hef þreifað um þúsundir púlsa, hef í rauninni ekki fundið einn einastaþeirra. Eftir langa mæðu réttir Ysehi Dhonden úr sér, leggur hönd kon- 105 unnar aftur á rúmið og hörfar. Túlk- ufinn kemur með litla tréskál og tvo pinna. Ysehi Dhonden hellir örlitlu þvagsýni í skálina og þeytir það með pinnunum. Síðan hallar hann sér yfir skálina og andar að sér þefnum þrisv- ar sinnum. Hann leggur skálina frá sér og býst til að fara. Alla þessa stund hefur ekkert hljóð heyrst frá honum. Þegar hann nálgast dyrnar, lyftir konan höfðinu og kallar til hans, með röddu sem í senn er áköf og friðsæl. ,,Þakka þér fyrir, læknir,” segir hún, og snertir staðinn, þar sem flngur hans höfðu hvílt á úlnliði hennar. Ysehi Dhonden snýr sér við, lætur augnaráð sitt hvíla á henni, hverfur síðan fram í ganginn. Nú höfum við sest í fundarher- berginu. Ysehi Dhonden tekur til orða, í fyrsta sinn síðan hann kom, með þýðum tíbeskum orðum. Hann er varla byrjaður, þegar túlkurinn ungi tekur að túlka og raddirnar tvær taka við hvor af annarri, — fúga tveggja tungna. Hann talar um vinda, sem geysa um líkama konunnar, bylgjur sem skella á klettum og fjara út aftur. Þessi straumaköst eru í blóði hennar, segir hann. Milli hólfa í hjarta hennar kom stormur, löngu, löngu áður en hún fæddist, og feykti opnu hliði, sem aldrei má opnast. Gegnum það æða straumar vatna hennar, eins og fjallalækurinn skoppar að vori, eyðir og slítur, brýtur úr bökkunum og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.