Úrval - 01.12.1978, Qupperneq 124
122
ÚRVAL
lá straumur af aðleiðsluæðum. Ef
klasinn hefði verið neðar á mænunni,
hefði hann ekki hikað við að fylgja
honum inn í hana. En þarna — svona
nærri stjórnstöðvum öndunarinnar?
Ommaya var að gera þetta upp við
sig: Að láta klasann um að herja
áfram á Donald, eða berjast við
klasann upp á líf og dauða með því að
leita eftir honum inni í mænunni.
Ommaya var fljótur að ákveða sig.
„Við verðum að stöðva blóðrásina,”
sagði hann. Hann lokaði augunum, stóð
upp og teygði úr sér. Hjúkmnar-
kona færði honum súkkulaði.
Honum þótti það einstaklega gott.
Kiukkan var tíu mínútur gengin í
sjö.
Fjörutíu ogfimm mínútur
Ljós af höfúðlampa Corsos skein í
gegnum gatið á brjóstholi Donalds,
fram hjá grábleikum lungna-
sekknum. „Heparin”, sagði Corso.
Filner hóf inngjöf í æð með þessu
lyfi, sem á fjómm mínútum breytir
efnasamsetningu blóðsins, þannig að
|>að storkar ekki. Ef það storknaði í
hjarta-lungna vélinni, vom dagar
Donalds allir.
Corso tengdi vélina við blóðrás
Dónalds með ftmm plastslöngum.
Fjórar mínúmr yfir hálf sjö leit hann
um öxl til Clifford Drinnen, sem sá
um blóðdæluna. ,,Núna,” sagði
hann. Drinnen opnaði ioka og setti
dæluna af stað. Nú þurfti hjartað
ekki lengur að dæla blóðinu, lungun
ekki að gefa því súrefni, vélin gerði
þetta allt. Hjarta Donalds hægði á
sér, það titraði lítið eitt og stöðvaðist
svo. Corso gerði ekkert til að koma
því af stað aftur.
Þessi aðferð er ekki hættulaus.
Hjarta-lungna vélum hættir til að
skemma rauðu blóðkornin, og því
lengur sem sjúklingur þarf að vera í
sambandi við þvílíka vél, því minni
líkur eru til að hann hafi það af. En
nú var dælan óhjákvæmileg. Það var
eina leiðin til að kæla blóðið nægi-
lega, að láta það renna um spíralana,
sem hvíldu í 8 gráðu heitu vatni.
Blóðhitinn lækkaði niður í 19,152
gráður. Corso sagði Drinnen að loka
fyrir dæluna. Taktráðurinn þagnaði.
Hjartað var kyrrt, lungun vom kyrr.
Á heilaritanum réttust skarpir
tindarnir og oddarnir, sem tákna
starfsemi heilans, og urðu að ógn-
þmngnum, beinum línum. Eftir
öllum þeim merkjum, sem venjulega
em notuð til að mæla líf, var Donald
Hauck látinn.
,,Nú hefur þú 45 mínútur,” sagði
Corso við Ommaya.
Ommaya sneri sér að smásjánni.
,,Gefið mér merki á fimm mínútna
fresti,” sagði hann, Drinnen setti
skeiðklukkuna í gang. Klukkan vaf
21 mínútu gengin í átta.
,,Hvað sem þú gerir, máttu ekki
skemma mænuna,” sagði Ommaya
við sjálfan sig. Hann var hér staddur 1
þeim hluta hálsins, þar sem allar
mænutaugarnar, 31 talsins, em
saman komnar í knippi. Ef hann